Það kom á óvart að Mourinho skipti út báðum miðvörðunum sem hafa unnið svo vel saman undanfarið og setti Smalling og Bailly inn. Carrick er víst eitthvað lítillega veikur og uppáhalds Belginn okkar allra kom inn í liðið.
Varamenn: Sergio Romero, Marcos Rojo, Schweinsteiger, Mata, Lingard, Rashford
Lið Middlesbrough var með einn fyrrum United mann í byrjunarliði en Fábio þurfti að verma bekkinn.