Fyrir tveim dögum síðan tryggði United sér þáttöku í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar og ekki í fyrsta skipti tefldi José Mourinho fram sterku liði. Það þýðir að þegar liðið í fimmta sæti deildarinnar kemur í heimsókn á morgun, sex stigum á undan United í sjötta sætinu þá munu mörg okkar óttast að Evrópuþynnka verði okkur erfið.
Af þeim fimm leikjum sem United hefur spilað eftir Evrópuleiki í vetur hefur einn unnist, Swansea úti í kjölfar sigursins á Fenerbahce í Tyrklandi. West Ham og Stoke leikina missti liðið niður í jafntefli á Old Trafford og útileikirnir gegn Watford og Chelsea töpuðust eftir leik í Hollandi og á Old Trafford.