Eftir að hafa komist áfram í bikar og Evrópudeildinni er komið að alvörudeildinni og alvöruandstæðingum. Arsenal kemur á Old Trafford á morgun. Það er farið að fækka í hópi þeirra sem telja að United eigi möguleika á Meistaradeildarsæti þó að liðið sé enn í fimmta sæti einhverra hluta vegna.
Gengi United gegn toppliðinum í vetur hefur verið nokkuð gott, ólíkt frammistöðunni gegn liðum í neðri hluta deildarinnar og það hentar liði Van Gaal mun betur að spila gegn betri liðum. Það er hins vegar ekki hægt að segja að fyrri leikur liðanna haf verið samkvæmt þessu. Arsenal pakkaði United saman á Emirates 3-0 og leikurinn var hreinlega búinn eftir 7 mínútur.Það er erfitt að horfa á meiðslalistann okkar núna og vonast eftir miklum viðsnúningi frá þeim leik.