Í annað skiptið síðan nýtt fyrirkomulag var tekið upp hefur United keppni í Evrópudeildinni eftir áramót eftir að hafa dottið úr Meistaradeildinni fyrir áramót. Síðast komst United í 16 liða úrslit en nú eru verðlaun fyrir sigur í Evrópudeildinni ekki bara eini alvörubikar sem Manchester United hefur aldrei unnið, heldur einnig sæti í Meistaradeildinni í haust, og það eru ansi margir sem horfa á stöðuna í deildinni og segja að þetta sé okkar eini möguleiki til þess.
Sunderland 2:1 Manchester United
Fyrir leikinn í dag var ljóst að sigur í dag myndi saxa á a.m.k. tvö toppliðanna fyrir ofan okkur þar sem þau áttu öll innbyrðisleiki.
Það kom því fáum á óvart að leikurinn tapaðist.
Það er varla hægt að segja að leikurinn hafi verið byrjaður þegar Wahbi Khazri skoraði eftir tvær og hálfa mínútu. Aukaspyrna dæmd á Darmian fyrir klaufalegt brot úti á kanti, Khazri sveiflaði boltanum inn á teiginn, boltinn fór fram hjá öllum leikmönnum og laumaðist inn alveg úti við stöng. Skelfilegt mark að fá á sig!
Flugslysið í München 1958
Í dag eru liðin 55 ár frá flugslysinu í München þar sem 8 leikmenn Manchester United, 3 starfsmenn félagsins og 12 aðrir létust.
Leikmennirnir voru Geoff Bent, Roger Byrne fyrirliði, Eddie Colman, Duncan Edwards, Mark Jones, David Pegg, Tommy Taylor og Liam Whelan.
Walter Crickmer, ritari félagsins, Bert Whalley yfirþjálfari og Tom Curry þjálfari létu einnig lífið.
Nöfn þeirra munu lifa meðan knattpspyrna er leikin undir merkjum Manchester United og við minnumst þeirra með ljóði Eric Winter, The Flowers of Manchester.
Manchester United 0:1 Southampton
Lið United var svona, fátt sem kom á óvart nema hvað að Jesse Lingard fékk tækifærið en Juan Mata var settur á bekkinn. Adnan Januzaj fékk líka sæti á bekknum.
Bakvarðavandræði United hafa verið mikil undanfarið og fyrirfram leit út fyrir að með tvo bakverði í liðinu sem gætu spilað á sínum rettu köntum yrði þetta 4-2-3-1 sem fyrr. En þegar leikurinn fór af stað varð ljóst að í raun var Van Gaal að spila með þrjá haffsenta, Darmian kom innar og Borthwick-Jackson var framar og í raun vængbakvörður. Lingard var í svipaðri stöðu og Rooney og Martial fremstir í 3-5-2
Liverpool 0:1 Manchester United
Manchester United stillti upp óbreyttu byrjunarliði frá leiknum við Newcastle á þriðjudaginn
Varamenn:Romero, Borthwick-Jackson, McNair, Varela, Pereira, Mata, Memphis.
Lið Liverpool
Fyrstu tíu mínúturnar voru ansi frísklegar. United sótti þó nokkuð en skapaði lítið og það kom ekki á óvart að fyrsta færið var frá Liverpool. Lucas gaf langa sendingu fram sem Lallana komst fyrstur í en skallaði beint á De Gea sem var kominn vel út á móti. Firmino fékk síðan boltann en skaut framhjá. Rúmri mínútu síðar var Lucas aftur á ferðinni með flotta sendingu en Darmian komst vel fyrir Milner og skot Milner fór hátt yfir.