Stærsti slagurinn í Englandi er á morgun. Liðið í sjötta sæti kemur í heimsókn til liðsins í níunda sæti.
Já, það er nú bara þannig.
Vandræði þessara risa undanfarið hafa ekki farið fram hjá neinum. Liverpool mætir með nýjan stjóra frá því liðin mættust síðast í leik þar sem Anthony Martial stimplaði sig svo rækilega inn. Brendan Rodgers entist innan við mánuð eftir þetta og Jürgen Klopp sem ótaldir United stuðningsmenn vildu nú frekar sjá á Old Trafford en Anfield en svona er lífið. Gengi Liverpool hefur ferið frekar ójafnt síðan Klopp tók við, góðir sigrar, en slæm töp á móti. Liverpool átti þó stórfínan leik á miðvikudaginn var þegar þeir gerðu 3-3 jafntefli við Arsenal og Roberto Firmino átti fínan leik, nokkuð sem hefur ekki verið oft raunin.