Við höfum öll hugsað nóg um Þýskalandsför United í vikunn og best að gleyma henni og snúa sér að deildinni. Á morgun verða United piltarnir mættir á Dean Court í Bournemouth, þeim ágæta suðurstrandarbæ, og takast þá á við Öskubuskulið síðustu ára
AFC Bournemouth
Fyrir sjö árum lenti AFC Bournemouth í 21. sæti í League Two. Þeir höfðu fallið árið áður m.a. vegna stigafrádráttar vegna fjárhagsvandræða, og frekari frádráttur skilaði þeim í þetta 21. sæti. Liðið slapp þó við fall í næstsíðasta leik og nýr eigandi tók við um sumarið. Eddie Howe hafði tekið við liðinu í botnsæti um miðjan vetur, þá 32 ára, og bjargað þeim svo snarlega frá fallega og nú kom hann því í 2. sæti og upp um deild. Howe skrapp síðan til Burnley en kom aftur innan við tveim árum síðar og leiddi liðið upp í Championship deildina, staldraði við eitt ár þar og síðasta vetur unnu þeir Championship deildina og eru því mótherjar okkar á morgun.