Ten Hag ákvað að Jonny Evans myndi henta betur gegn City en Raphaël Varane og að Christian Eriksen þyrfti að vera í tíunni. Bruno vék út á kant.
Varamenn: Bayındır, Varane, Reguilon(73′), Hannibal, Mainoo, Mount(46′), Antony(86′), Garnacho(73′), Martial(86′)
Það var hins vegar óhætt að segja að Pep stillti upp sókngjörfu liði:
{team2}
United byrjaði bara frísklega og sótti á en í fyrstu sókn City voru þeir næstum búnir að skora. Foden skallaði, Onana varði og sló svo boltann frá þegar Haaland var rétt búinn að ná honum. Boltinn fór í Haaland og laust í átt að marki en Harry Maguire var á réttum stað og kom honum frá.