Stóra Pedro málið
Fyrir utan sigurleikina tvo síðustu vikuna hefur aðalmálið verið að Pedro Rodríguez. Fátt annað lesefni er til að dreifa og rétt að líta aðeins á málið. United er búið að vera að eltast við Pedro í nokkrar vikur, ef hægt er að kalla það eltingarleik ef rétt er að United hafi verið búið að ná samkomulagi við hann um kaup og kjör en ekki viljað borga allar þær 22 miljónir punda sem Barcelona vildi í einu, heldur tengja um 3,5 milljónir af því árangri.