Rauðu djöflarnir
Við skoðuðum Sergio Romero,
Björn Friðgeir skrifaði þann | 2 ummæli
Við skoðuðum Sergio Romero, Lesa meira
Björn Friðgeir skrifaði þann | 7 ummæli
Manchester United er komið í hitann og rakann í Chicago og í nótt kl. 1:00 fer fram síðasti leikur undirbúningstímabilsins þegar liðið tekur á móti Paris Saint-Germain á Soldier Field.
Það hefur ekki farið mikið fyrir viðtölum við Louis van Gaal fyrir þennan leik og ekkert verið að ræða um hvernig liðið á að vera. enda hafa önnur mál fengið fyrirsagnirnar. En miðað við að það eru 10 dagar í fyrsta leik og gegn Barcelona átti að stilla upp eins og í þeim leik þá held ég að sama muni eiga við þennan. Fyrstu sextíu mínúturnar verður liðið því Lesa meira
Björn Friðgeir skrifaði þann | 2 ummæli
Í kvöld kl. 20.05 að íslenskum tíma tekur United á móti Barcelona á Levi’s vellinum í Santa Clara, nýjum heimavelli San Francisco 49ers. Eftir tiltölulega létta leiki í þessari ferð er kominn tími að takast á við aðeins erfiðara verkefni.
Louis van Gaal og Wayne Rooney voru með blaðamannafund í gærkvöld þar sem fátt merkilegt kom fram utan það að Bastian Schweinsteiger er lítilsháttar meiddur og Van Gaal tekur ekki séns á honum í kvöld. Að öðru leyti eru allir heilir. Þeir Ángel di María, Marcos Rojo og Javier Hernandez koma allir til San Francisco í dag en auðvitað of seint til að vera með í leiknum. Síðan var Van Gaal óvenju skýr með það að vilja ekki tjá sig um leikmannakaup, Lesa meira
Björn Friðgeir skrifaði þann | 8 ummæli
Eins og Van Gaal lofaði hóf sama byrjunarlið og síðast leik:
Fyrsta færið kom strax á 4 mín, Memphis með fína rispu og skot utan teigs sem markmaður varði, Rooney hirti boltann og sóknin endað á skoti Mata í hliðarnetið. Skömmu seinna kom annað þokkalegt færi, Memphis gaf fyrir, boltinn fór milli fóta Rooney, Memphis var óviðbúinn og vörn blokkaði og kom í horn.
Annars var þetta frekar dræmur leikur. United var alls ekki nógu beitt framávið og Rooney var næsta ósýnilegur. Darmian og Shaw virtust í fínu formi og Schneiderlin sýndi að hann getur átt mjög fínar sendingar. Lesa meira
Björn Friðgeir skrifaði þann | 4 ummæli
United hópurinn hélt til San Jose í Kaliforníu í gær. Þar mæta þeir San Jose Earthquakes í leik kl 8 að kvöld að staðartíma, eða klukkan 3 á miðvikudagsmorgun að íslenskum tíma (það er loksins búið að leiðrétta það í leikjadagatalinu sem við notum).
San Jose Earthquakes er MLS lið sem rakið getur sögu sína til 1994. Hefur reyndar gegnt ýmsum nöfnum en árið 1999 tók félagið upp Earthquakes nafnið sem ýmsir munu kannast við frá uppgangstímum NASL deildarinnar á áttunda áratugnum, ekki síst vegna þessa Lesa meira
Vertu með í Fantasy leiknum okkar!