Það er erfitt að vera spenntur fyrir leiknum á morgun þegar United fer í heimsókn til Hull. Jú, þessi leikur skiptir reyndar öllu máli fyrr vin okkar Steve Bruce og hans menn í Hull, en það á enginn von á öðru en að Hull falli. Til að svo verði ekki þarf Hull að vinna og Newcastle að tapa. Og Louis van Gaal er ekkert að fara að tapa viljandi á morgun
Það yrði reyndar verulega magnað ef Newcastle félli, þeir hafa fengið 1 stig í síðustu 10 leikjum og ekki unnið leik frá í febrúar. Það voru hins vegar Leicester sem bjargaði sér snilldarlega, Hull hefur ekki verið jafn duglegt að hala inn stig og því kemur það í hlut United að fella þá á morgun.