Loksins aftur komin helgi og leikur á morgun! Og nú er það stórleikur. Dýrlingarnir mæta á svæðið og þarf að fara langt aftur í tímann til að þessi leikur hafi verið leikur tveggja toppliða. Fyrir rúmum 30 árum endaði Southampton í 2. sæti í 1. deild sem er besti árangur þeirra í deild. Það ár endaði United í fimmta sæti en þegar United tók á móti Southampton 21. janúar 1984 var United í öðru sæti en Southampton í fimmta. Sigur þá hélt United í öðru sætinu en tveir sigrar í síðustu 11 leikjunum sáu til þess að það árið var ekki sigursælt hjá okkar mönnum.
United mætir Cambridge United í 4. umferð bikarsins
Manchester United mætir Cambridge United á útivelli í fjórðu umferð bikarsins en dregið var í gær. Cambridge er í League Two og er þar um miðja deild.
Stærstu fréttirnar við þetta eru auðvitað þær að Luke Chadwick kemur heim á Old Traffordmætir sínu gamla liði, en hann er búinn að vera að spila með liðinu sem hann hélt með í æsku síðan í mars í fyrra. Chadwick lék 25 leiki með United hér á yngri árum og skoraði tvö mörk. Síðan þá hefur hann þvælst víða en lék lengst af með MK Dons.
Bikarleikur við Yeovil Town
Fyrsta helgin í janúar þýðir aðeins eitt: Þriðja umferðin í ensku bikarkeppninni.
Það er af sem áður var að þetta var einn af stærstu dögum leiktíðarinnar, dagurinn þegar litlu liðin mættu stóru liðunum, dagurinn þegar dagurinn utandeildarlið sem hafði leikið allt að átta leiki til að komast í þriðju umferð fékk tækifærið á stóra sviðinu, Dagurinn þegar risar titruðu og litli maðurinn, rafvirkinn, múrarinn og skrifstofublókin stóðu andspænis landsliðsmönnunum með sama markmið í sama leik.
Stoke City 1:1 Manchester United
United byrjaði með nær óbreytt lið í þriðja leiknum á átta dögum, Valencia er meiddur og Shaw kom inn og Young skipti um kant. Grey Rafael er ekki í náðinni, og maður er farinn að trúa að slúðri um að við séum á eftir Coleman sé rétt. Smalling kom í liðið fyrir McNair eins og ég spáði og þetta er því 25. miðvarðasamsetning okkar á tímabilinu
Á bekknum: Lindegaard, Blackett, Rafael, Fletcher, Herrera, Januzaj, Wilson
Stoke City á nýju ári
Árið 2014 er að renna skeið sitt á enda. Og þvílíkt ár. United hóf árið í sjötta sæti, tveim stigum á eftir Liverpool og þrem á eftir Everton, og það var ekki öll nótt úti fyrir David Moyes. Við endum árið í þriðja sæti, þrem stigum á undan liðinu í fjórða, með nýjan stjóra, nýja leikmenn uppá 165 milljónir punda og einn dýrasta framherja í heimi að auki að láni. Það er óhætt að segja að það gefi síðasta ári ekkert eftir í sviptingum.