Tölfræðirýnir nokkur tísti eftirfarandi stigatöflu í gær.
Þetta er taflan eins og hún hefði litið út í fyrra eftir fimmtán leiki ef leikjaröð hefði verið sú sama og hún er í ár!
Björn Friðgeir skrifaði þann | 8 ummæli
Tölfræðirýnir nokkur tísti eftirfarandi stigatöflu í gær.
Þetta er taflan eins og hún hefði litið út í fyrra eftir fimmtán leiki ef leikjaröð hefði verið sú sama og hún er í ár!
Björn Friðgeir skrifaði þann | 19 ummæli
Louis van Gaal kom enn á óvart og endurvakti enn á ný 3-4-1-2
Á varamannabekknum: Lindegaard, Evans, Herrera, Fletcher, Januzaj, Wilson, Falcao
Lið Southampton:
Björn Friðgeir skrifaði þann | 11 ummæli
United liðið er komið á suðurströnd Englands þar sem þeir mæta liðið Southampton á morgun. Ásamt með West Ham sem tyllti sér í 3ja sætið tímabundið í dag er lið Southampton spútniklið haustsins. Eftir sölur sumarsins kom Southampton út í 35m punda hagnaði, seldu menn fyrir 93m en keyptu á móti fyrir 58 milljónir.
Flestir bjuggust við döpru gengi Southampton eftir að margir bestu leikmenn liðsins höfðu verið seldir en það hefur sannarlega ekki komið á daginn. Nýr framkvæmdastjóri liðsins, Ronald Koeman, hefur sett saman þrælskemmtilegt lið þar sem þessar 57 milljónir hafa nýst vel og nýju mennirnir Dušan Tadić, Graziano Pellè, Shane Long og markvörðurinn Fraser Forster hafa allir komið sterkir inn. Vörn Southampton hefur verið sú þéttasta í vetur og augljóst að Dejan Lovren var ekki ómissandi. Gamli jaxlinn José Fonte er nú lykilmaður þar. Lesa meira
Björn Friðgeir skrifaði þann | 6 ummæli
Allt virðist benda þess að Edward Woodward hafi slegið á þráðinn til helstu blaðamanna því síðla kvölds í gær voru þeir allir með sömu fréttina: Louis van Gaal fær 100-150 milljónir punda til að leika sér með í sumar og jafnvel í janúar ef réttur maður losnar.
Blöðin léku sér svo að nefna þá sem þau halda að séu á innkaupalistanum svo sem Nathaniel Clyne, hægri bakvörð Southampton, Diego Godín miðvörð Atlético, Mats Hummels, Kevin Strootman, Arjen Robben og Gareth Bale. Síðan verður það auðvitað spurning hvað verður um Falcao. Lesa meira
Björn Friðgeir skrifaði þann | 3 ummæli
Úr því að við erum ekki upptekin við að horfa á Meistaradeildina er ágætt að hræra hér smá markasúpu.
U21 liðið spilaði við Blackburn í kvöld og stillti upp sterku liði Lindegaard, Janko, Thorpe, J. Evans, Vermijl, Herrera, Pearson, Harrop, Pereira, W. Keane, Januzaj.
Skemmst er frá að segja að United vann 5-0 með mörkum frá Will Keane, Herrera, Pereira og tveimur frá Joe Rothwell og hér koma mörkin: Lesa meira
Vertu með í Fantasy leiknum okkar!