Eftir slæmt tap á laugardaginn hefðum við getað þegið auðveldan leik í kjölfarið til að reyna að koma liðinu í gang aftur en því er ekki að heilsa. Nú seinni partinn flaug United hópurinn til München og leikur gegn Bayern á Allianz Arena á morgun. Þeir sem fóru voru Onana, Heaton, Vitek og Bayındır.; Lindelöf, Martínez, Requilon, Dalot og Evans; Fernandes, Erisen, Casemiro, Pellistri, McTominay, Gore, Hannibal; Martial, Rashford, Højlund, Garnacho og Forson.
Það sést vel af þessu að hoggin hafa verið stór skörð í hópinn. Listinn yfir leikmenn sem ekki eru leikhæfir er: Wan-Bissaka, Varane, Maguire, Shaw, Malacia, Amrabat, Mainoo, Mount, van de Beek, Antony, Sancho og Diallo. Það er bara þokkalegasta lið, án markvarðar, og sex menn sem væru án efa í sterkasta byrjunarliðinu. Það er óþarfi að kalla það fyrirfram afsakanir þegar við sláum því föstu að þessi meiðslalisti hafi áhrif á þau vandræði sem liðið á í
Manchester United 1:0 Wolverhampton Wanderers
Byrjunarliðið nú í upphafi tímabils velur sig því sem næst sjálft
Varamenn: Henderson, Dalot, Lindelöf (46.), Maguire, Erikssen (67.), McTominay (88.), Pellistri (77.), Martial, Sancho (67.)
Það kann að vera að bekkurinn sé ekki nógusterkur en ef við fáum miðvörð og miðjumann og svo Kobbie Mainoo og Höjlund verður þetta strax betra
Wolves leit svona út
Fyrstu tuttugu mínúturnar í leiknum gekki boltinn fram og til baka en hvorugt lið náði að skapa alvöru færi, Wolves voru svo sem alveg jafn nálægt því og United, reyndu alveg að sækja. Af kantmönnunum sást meira til Antony en hann átti erfitt með að koma með góðar sendingar, hlaup hans enduðu alla jafna á því að hann sendi bolta sem endaði í vörn Úlfanna. Fyrsta skotið að ráði var meira að segja andstæðinganna, Sarabia komst í alveg þokkalega stöðu, skotið fór aðeins í Varane og rétt framhjá fjær stöng. Smá fjör í teignum eftir hornið en ekkert hættulegt. Enn og aftur var það Wolves sem ógnaði, stungusending, Cunha stakk Martines af og skaut, aftur fór skot Wolves rétt framhjá fjær stöng. United langt frá því að vera sannfærandi.
Nýtt tímabil – nýjar væntingar: Wolves á morgun
Loksins er sumrinu að ljúka og boltinn að byrja að rúlla. Við höfum verið þöglir í sumar og því ekki farið yfir það eina sem gerist á sumrin – leikmannamálin. Þetta hefur verið frekar einfalt allt í sumar. Kaupin voru gerð tiltölulega hávaðalaust og þó kannske sumum finnist að United hafi ofborgað eins og venjulega, þá er það líklega bara tja, eins og venjulega. United skattur. Áfram er haldið að hreinsa út, og eins og venjulega fæst ekki nógu mikið fyrir þá sem fara enda fæstir dáðadrengir.
Rauðu djöflarnir vakna!
Eins og dyggustu lesendur hafa tekið eftir hefur síðan legið í sumardvala. Af ýmsum ástæðum og aðstæðum pennanna var vorið erfitt í að manna skýrslur og fleira og það var því kærkomið sumarfrí sem við tókum okkur.
En nú er komið að alvörunni aftur og pennar hafa peppast upp á ný og planið fyrir haustið lítur vel út.
Við viljum því vara ykkur við að þetta er allt að fara í gang aftur, fyrsta upphitun kemur á morgun með hnausþykku yfirliti yfir sumarið og allt sem því fylgdi. Til að koma þessu vel í gang aftur biðjum við ykkur að vera duglega að deila síðunni okkar á samfélagsmiðlum, kommenta hér og á facebook og hjálpa okkur að koma skrjóðnum á fulla ferð!
Bikarúrslitaleikur!
Það eru fá lið með jafn mikla bikarhefð og Manchester United. Reyndar bara eitt – Arsenal. Við sem aðeins eldri erum munum þegar bikarsigur var regluleg hefð, ýmist til sárabótar fyrir slæmt gengi í deild á áttunda og níunda áratug síðustu aldar eða sem hluti af tvennum á þeim tíunda. Þá fór United í efsta sæti þessa lista en á tuttugustu og fyrstu öldinni hafa eingöngu bæst við tveir sigrar – 2004 og 2016. United hefur því alls heimt bikarinn tólf sinnum Árin 2005 og 2018 töpuðust úrslitaleikir en á meðan hefur Arsenal unnið reglulega og er því tveimur sigrum á undan United.