Fyrsti stórleikur vetrarins er á morgun. Nú lýkur endanlega „auðvelda“ leikjaprógramminu sem talað hefur verið um og hefur fært okkur heil 12 stig í átta leikjum. Það þarf ekkert að kalla það afsakanir þó að hægt sé að færa fram ýmsar ástæður fyrir að gengið hefur ekki verið með besta móti, en það fer að verða nauðsynlegt að leikmenn, og þjálfari, fari að sýna hvað í þeim býr.
West Ham á morgun
Vika er langur tími í fótbolta. Fyrir viku var ég gríðarspenntur fyrir leik helgarinnar og það fór eins og það fór. Vörn United fór í fri og síðan þá hafa þrír United varnarmenn helst úr lestinni og allt hefur snúist um það hversu vitleysisleg innkaupastefnan var í sumar og jafnvel hvenær reka eigi Van Gaal.
Bull og vitleysa segi ég og skrifa og nóg af þessari vitleysu. Skoðum liðið á morgun:
Leicester City 5:3 Manchester United
Jæja, þá höfum við svarið við hvort QPR leikurinn var ný byrjun: VIð eigum eina bestu sókn í deildinni en einhver slakasta vörn deildarinnar er líka okkar. Þetta var hreint skelfilegt. Og einhver versta dómgæsla sem maður hefur séð var ekki að hjálpa
Leicester á morgun
Þegar fyrsta hlaðvarpið okkar kom út við spurðu einhverjir hvers vegna lítið var farið í fyrstu leikina í haust. Leikurinn gegn QPR svaraði þeirri spurningu nokkuð vel: Fyrstu leikirnir skiptu ekki máli fyrir framtíðina (nema auðvitað sem töpuð stig). Sömuleiðis sýndi leikurinn svo ekki var um villst að öll umræðan um 3-5-2 kerfið var á algerum villigötum. Kerfið sem Van Gaal tók skýrt fram að var valið vegna þeirra leikmanna sem hann hafði í höndunum þegar undirbúningstímabilið hófst var einfaldlega ekki eitthvað sem þurfti þegar fimm nýjir leikmenn eru komnir inn. Því varð tígulmiðjan fyrir valinu í síðasta leik og ef einhver hélt að Van Gaal væri búinn að gleyma hvað sé uppáhaldsleikkerfið hans þá taka þessi ummæli hans um Januzaj á blaðamannafundi í gær af allan vafa:
Daley Blind til Manchester United (staðfest)
Manchester United hefur staðfest að félagið hefur náð samkomulagi um kaup á Daley Blind með fyrir vara um samkomulag við leikmanninn og læknisskoðun
BREAKING: #mufc has reached agreement with Ajax to sign Daley Blind, subject to a medical and personal terms. pic.twitter.com/2l1l7I2Aow
— Manchester United (@ManUtd) August 30, 2014
De Telegraaf í Hollandi birti frétt nú í morgunsárið um að Ajax og Manchester United hafi náð samkomulagi um kaup á Daley Blind. Kaupverðið sé 18 milljónir evra eða rúmlega 14 milljónir punda og einhverjar milljónir evra í hugsanlega bónusa.