Swansea í fyrsta leik. Eitthvað er það nú kunnuglegt. 4-1 sigur í fyrra var boðberi fagurra tima hjá David Moyes eða hitt þó heldur. Þannig að í ár verður skyldusigri á Swansea ekki tekið sem neinum spádómi um gengi liðsins. Og skyldusigur er það. Það getur verið að í fyrra hafi verið orðinn fastur vani að gefa aðskiljanlegustu minni spámönnum þeirra fyrsta sigur á Old Trafford í áraraðir en það var ekki boðlegt þá og er ekki boðlegt núna. Louis van Gaal mun án efa koma leikmönnum í skilning um það.
Manchester United 2:1 Valencia
Frá fréttaritara okkar á Old Trafford
#453533808 / gettyimages.comOld Trafford var nokkuð þéttsetinn í gærkvöld þegar United tók á móti Valencia í fyrsta leik Louis van Gaal á Old Trafford sem stjóri United og síðasta æfingaleik áður en alvaran byrjar á laugardagsmorgun. Efsta hæð Sir Alex Ferguson stúkunnar sem og efri hæðir hornstúkanna voru þó lokaðar.
Liðið sem hóf leikinn var svona:
de Gea
Smalling Jones Blackett
Young Fletcher Herrera James
Liverpool á miðnætti í kvöld
Á miðnætti í kvöld mætum við Liverpool í úrslitum Guinness bikars alþjóðlegu meistaranna. Eitthvað hefur einhverjum auglýsingameistaranum orðið hált á nafngiftinni, því hvorugt liðið er jú meistari. En það getur jú öllum skrikað fótur af og til.
Það er ekki mikið að segja um æfingaleikina hingað til sem hefur ekki þegar verið sagt. Liðið hefur verið að spila fantavel, allir eru í skapi til að leggja sig alla fram fyrir nýja stjórann og allt er í himnalagi (a.m.k. þangað til alvaran hefst).
Mjólkurbikarinn
Fyrir fólk á besta aldri þýðir Mjólkurbikarinn deildarbikarkeppnina sem eitt sinn var, en um áratugaskeið hefur The Milk Cup verið keppni unglingaliða á Norður Írlandi. United hefur alltaf sent unglingalið sitt til keppni þar og í ár unnu þeir keppnina sem þeir voru í. BBC á Norður Írlandi fylgdist með og birti fréttir og öll mörk.
Í fyrsta leik burstuðu þeir ástralska liðið Gold Coast Academy 11-0, í næsta leik unnu þeir Norður-Írana í County Armagh 3-0 og síðasta leiknum í riðlinum var jafntefli nóg gegn CSKA Moskvu, 2-2.
Liðið gegn Real Madrid
Liðið er komið og lítur svona út
De Gea
Michael Keane Jones Evans
Valencia Herrera Fletcher(C) Young
Mata
Rooney Welbeck
Lið Real Madrid: Casillas; Carvajal, Nacho, Ramos, Arbeloa; Bale, Xabi Alonso, Modric, Pepe, Illaramendi, Isco.
Nei, ég hef ekki heldur hugmynd um hvernig þetta raðast. Bale frammi? þrír varnarmiðjumenn?