Þegar markmenn voru ekki verndaðir
HM er byrjað og í tilefni þess að í gær var (réttilega að mati þess sem hér skrifar) dæmt brot á Ivica Olić fyrir brot á Júlio César skulum við rifja upp úrslitaleikina í ensku bikarkeppninni 1957 og 1958.
Árið 1957 voru United Englandsmeistarar og ætluðu sér að að verða fyrsta liðið á 20. öldinni til að vinna tvöfalt. En Peter McParland, sóknarmaður Aston Villa hafði aðrar hugmyndir og gerði út um þann draum með skemmtilegu broti á Ray Wood strax á 7. mínútu (eða á 0:43 í myndskeiðinu)
Ryan Giggs 1991-2014
„My first sight was of him floating over the pitch so effortlessly you would have sworn his feet weren’t touching the ground. He carried his head high and looked as relaxed on the park as a dog chasing a piece of silver paper in the wind“.
Þegar kemur að tilvitnum úr sögu Manchester United eru það líklega aðeins togaraeltandi mávar sem slá þessi orð Sir Alex Ferguson af toppnum. Það þarf varla að kynna Ryan Giggs fyrir ykkur. Stór hluti stuðningsmanna Manchester United þekkir ekki lífið án Ryan Giggs og hefur fylgt þessum frábæra leikmanni alla tíð.
Louis van Gaal er nýr framkvæmdastjóri Manchester United *staðfest*
Louis van Gaal hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Manchester United. Samningur Van Gaal er til þriggja ára. Eftir fund Van Gaal og Ryan Giggs í Hollandi virtist ljóst að Ryan Giggs en ekki Patrick Kluivert yrði aðstoðarmaður Van Gaal og það er nú staðfest.
Þeim til aðstoðar verða Frans Hoek og Marcel Bout. Hoek er markmannsþjálfari Hollendinga nú og hefur áður séð um þjálfun markmanna á borð við Edwin van der Sar og Victor Valdez. Marcel Bout verður aðstoðarþjálfari með áherslu á kortlagningu andstæðinganna og var m.a. með Van Gaal hjá Bayern og hélt þar áfram þó Van Gaal hætti og var fram á síðasta ár.
Með morgunkaffinu
Ensku blöðin bjóða okkur nóg lesefni í dag og leikmenn United eru að komast að því hvort þeir fá að fara á HM
Ryan Giggs mun eiga fund með Edward Woodward og Louis van Gaal um framtíð sína hjá félaginu. Nú lítur út fyrir að búið sé að greina Chris Woods og Phil Neville hafi verið greint frá því að þeirra sé ekki lengur þörf hjá félaginu og ekki er búist við að Butt og Scholes haldi áfram. Giggs mun hins vegar líklega vera boðin staða í teymi Van Gaal