Komið þið sæl og blessuð og verið öll hjartanlega velkomin í „Spáum í spilin“, þar sem tvö lið eru tekin fyrir og greind í frumeindir. Eins og þið hafið eflaust tekið eftir þá erum við ekki oft á dagskrá, síðasti þáttur fór síðast í loftið apríl 2013 en við státum okkur af því að setja ávallt áhorfandamet í hvert sinn sem þáttur fer í loftið og er fastlega búist við því að það haldi áfram í dag.
Djöfullegt lesefni: 2015:38
Rauðu djöflarnir
- Munið að taka þátt í könnunni um besta leikmann United í október
United
Endurhæfing Luke Shaw gengur vel Scholes gagnrýndi Van Gaal og spilamennsku United. Lvg var svo spurður út í gagnrýni Scholes á fréttamannafundinum fyrir leikinn gegn Palace Andy Mitten skrifar um upprisu Mike Smalling Harry Redknapp telur United liðið í dag langt frá því að vera jafn gott og hér áður fyrr Nokkrir punktar um Crystal Palace leikinn frá MEN Pardew kom svo með kalda vatnsgusu varðandi getu United liðsins til að skapa sér færi BBC hefur verið ásakað um að sýna of mikið af United tengdu efni Van Gaal er hugaðri en David Moyeshugaðri en David Moyes
Djöfullegt lesefni: 2015:36
United
- Memphis og Van Persie lenti saman á æfingu með hollenska landsliðinu.
- ROM fer yfir málin hjá Robin Van Persie.
- Smalling og Jones sönnuðu það í leiknum gegn Everton að þeir eiga að vera aðalmiðvarðarpar United.
- LvG tók Lingard afsíðis í sumar og sagði honum að hann myndi fá sénsa á tímabilinu.
- Rooney segist ætla að spila í mörg ár í viðbót fyrir United.
- Er Herrera of villtur fyrir leikstíl Van Gaal?.
- Juan Mata tók sig til og ákvað að svara gagnrýni Jose Mourinho á sig.
- Það eru ekki margir sem selja fleiri treyjur en Memphis þessa dagana.
Allskonar
Verður nú ekki sagt annað en að Gary Neville og Giggs eru ansi góðir gæjar. Nýja Brian Clough myndin ætti að verða spennandi. Gary Neville skrifaðinokkur orð um Klopp og Liverpool
Djöfullegt lesefni: 2015:35
Rauðu djöflarnir
- Þið hafið kosið og Juan Mata er leikmaður septembermánaðar..
United
The Republik Of Mancunia tók skemmtilegt viðtal við Andreas Pereira. Sjá hér, hér og hér. Hvar klikkaði Van Gaal gegn Arsenal? Þetta voru slæmar 20 mín gegn Arsenal en sem betur fer er þetta enginn heimsendir. Anthony Martial er ekki næsti Thierry Henry að eigin sögn. Darmian hefur áður átt í basli með Alexis Sanchez;. Guillem Balague færir okkur smá innsýn í sorgarsögu Victor Valdes. Guardian skrifaði einnig um Victor Valdes og hversu skítt hann hefur það hjá United. Talandi um að hafa það skítt, Van Persie er svo sannarlega ekki að njóta lífsins í Tyrklandi. Callum Gribbin er fulltrúi United á listayfir efnilegust leikmenn úrvalsdeildarliðana. Sagan sýnir að það var rétt ákvörðun ráða ekki Mourinho til United. Ravel Morrison ræðir við Telegraph um feril sinn hjá United og sér hann eftir því að hafa ekkifarið eftir ráðleggingum Ferguson og Ferdinand
Manchester United 3:0 Sunderland
United tók á móti Sunderland í dag á Old Trafford. Þessi sjöunda umferð byrjaði á leik Tottenham og City og gerðu Spurs menn sér lítið fyrir og unnu toppliðið sannfærandi með fjórum mörkum gegn einu í leik þar sem hvorki meira né minna en þrjú rangstæð mörk voru skoruð.
Þessi úrslit urðu þess valdandi að með sigri í dag gæti United rænt toppsætinu af City og að liðið yrði þá í fyrsta skipti, síðan Ferguson ákvað að hætta sem stjóri, í toppsæti deildarinnar. Það voru því engar ýkjur þegar maður segir að þessi leikur fór úr því að vera mikilvægur yfir að vera algjör MÖST-WIN fyrir Van Gaal og félaga sem horfðu tapleik City.