Loksins, loksins, loksins! Manchester United hefur loksins fest kaup á varnarsinnuðum miðjumanni og sá er ekki af lakari gerðinni. Carlos Henrique Casimiro, betur þekktur sem Casemiro er þrítugur miðjumaður sem kemur frá Real Madrid eftir að hafa verið þar í tæpan áratug, rétt eins og Varane og Ronaldo. Talið er að kaupverð sé um 60 milljónir punda og þar af eru um 8-10 milljónir í árangurstengdar geriðslur. Hann skrifar undir 4 ára samning með möguleikanum á framlenginu en talið er að hann muni þéna um 300-350 þúsund pund á viku sem gerir hann þá að einum launahæsta leikmanni deildarinnar.
Christian Eriksen er lentur í leikhúsi draumanna!
Nú virðist loksins komin hreyfing á félagaskiptagluggann hjá United. Christian Eriksen er nýjasta viðbótin í herdeild Erik ten Hag en hann kemur til með að skrifa undir samning sem gildir til 2025. Ekki er ljóst hver launapakkinn verður en þar sem um þrítugan leikmann á frjálsri sölu má gera ráð fyrir hærri launapakka en ella.
https://twitter.com/ManUtd/status/1547944083800223745
Tyrell Malacia er leikmaður Manchester United.
Þá er það staðfest. Manchester United hefur fest kaup á vinstri bakverðinum Tyrell Malacia, 22 ára gömlum hollending frá Feyenoord. The Athletic heldur því fram kaupverð sé í kringum 15 millj. evra sem getur endað í 17 millj. evra út frá bónusgreiðslum auk þess að Feyenoord mun fá hluta af söluverðinu þegar United ákveður að selja hann.
https://twitter.com/ManUtd/status/1544304856516726786
Manchester United 3:2 Norwich City
Í dag fór fram deildarleikur Manchester United og Norwich City á Old Trafford en Ralf Rangnick neyddist til að gera örfáar breytingar á liðinu vegna meiðsla og því stillti hann upp liðinu svona:
Á bekknum voru svo þeir Dean Henderson, Juan Mata, Aaron wan-Bissaka, Eric Bailly, Phil Jones, Marcus Rashford, Hannibal Mejbri, Nemanja Matic og Alejandro Garnacho.
Norwich, sem fyrir leikinn voru komnir með bakið ansi þétt upp við vegginn, stilltu upp í 4-2-3-1 rétt eins og United. Dean Smith valdi eftirtalda 11 leikmenn í von Kanarífuglanna um að hafa stig af United á Old Trafford í dag:
Kanarífuglarnir mæta Rauðu djöflunum
Það hefur hreint ekki verið upp á marga fiska að fylgjast með Man United að undanförnu og leikir liðsins hafa alls ekki náð að vekja mikla spennu fyrir margan stuðningsmanninn. Endalausir orðrómar um sundrung í klefanum, í bland við ýmsar sögur um mögulega og ómögulega framtíðarstjóra félagsins og slúður um skoðanir leikmanna og fyrrum leikmanna liðsins um hver eigi að taka við skútunni ásamt því að liðið er hér um bil dottið úr öllum keppnum, hefur gert það að verkum að lítil sem engin eftirvænting er eftir næsta leik.