Alex Telles er einn af þeim fjórum leikmönnum sem United samdi við á gluggadeginum. Hann verður nýjasta viðbótin við varnarlínu United en hún hefur legið undir mikilli gagnrýni að undanförnu. En hvernig leikmaður er Telles, hvað hefur hann upp á að bjóða og mun hann labba beint inn í byrjunarliðið?
https://twitter.com/ManUtd/status/1313165610239565825
Alex Telles fæddist þann 15. desember 1992 og verður því 28 ára á árinu en hann samdi við United til ársins 2024 með möguleikanum á framlengingu til 2025. Telles var samningsbundinn FC Porto í Portúgal en átti einungis ár eftir af samningnum sínum og fékk því að fara fyrir um 15 millj. evra samkvæmt Transfermarkt.com. Leikmaðurinn er á besta aldri og hefur komið við víða á ferlinum sínum.