Erik ten Hag gerði engar breytingar frá síðasta liðsvali. Byrjunarliðið gegn Bournemouth var því svona:
Bekknurinn okkar var þunnskipaður en á honum voru þeir Bayindir, Fiorentino, Ogunneye, Amrabat, Mount, Eriksen, Amad Diallo, Forson og Wheatley.
Fyrri hálfleikur
Fyrsta korterið var afskaplega tíðindasnautt. Liðin skiptust á að reyna að komast í hættuleg færi en rennandi blautur völlurinn hafði sitthvað að segja og engin raunveruleg færi. En leið og það korter var liðið kom fyrsta færið í leiknum þegar Willy Kambwala var grafinn í grasinu fyrir utan vítateiginn okkar eftir rimmu við Dominic Solanke sem gerði sér lítið fyrir og skoraði 17. markið sitt í deildinni og breytti um leið stöðunni í 1-0.