Þá er komið að því fyrsti leikur Ruben Amorim maðurinn með bara eitt jafntefli á þessu tímabili sem hræðir mig pínu miðað við gengi okkar á þessu tímabili.
Á blaði virðist heimsókn á Portman Road auðveld. Þar hittum við fyrir Kieran McKenna sem var U-18 þjálfari hjá okkur 2016-2018 og svo í þjálfarateymi Ole þangað til honum var boðin staðan hjá Ipswich í desember 2021 og einnig er fyrrum leikmaður og fyrrum heimsmets hafinn Axel Tuanzebe á málum hjá traktorastrákunum (hann átti heimsmet í að klára hungry hungry hippos leik á stystum tíma).