Í kjölfarið á afgerandi og sanngjörnu tapi gegn Manchester City í Carabao bikarnum þá er komið að næsta bikar. Manchester United hefur ekki unnið bikarinn síðan 2016 gegn Crystal Palace í síðasta leik Louis van Gaal með liðið. Eins og frægt er orðið þá hefur United tapað í fjórum undunúrslitaleikjum í röð. En þar sem frekar langt er í þá stöðu í þessari keppni og Evrópudeildinni. Þar af leiðandi má gera sér vonir um sigur gegn Watford liði sem hefur átti betri daga.
89. þáttur – Á United að kaupa Jack Grealish?
Maggi, Björn og Þorsteinn settust niður og fóru vel yfir leikina gegn Aston Villa og Manchester City. Einnig ræddum við fráfall fyrrverandi stjórans litríka Tommy Docherty, ráðningu Darren Fletcher, kaupin á Amad Diallo og veltum því fyrir okkur hvort United eigi að festa kaup á Jack Grealish.
https://open.spotify.com/episode/2Uxb9jaEtWmEOmdHNng9ec?si=aU5ZyMtQTlSiDW07e9pr5g
88. þáttur – Er United að fara í titilbaráttu?
Maggi, Halldór og Þorsteinn settust niður og fóru vel yfir leikina gegn Everton, Leicester og Wolves. Einnig ræddum við mögulega titilbaráttu United og Covid-19.
https://open.spotify.com/episode/11aKV1yItKMn7qcmWy1RaT?si=ojk4EgHbRDWQm0GDmA2B9Q
Djöflavarpið er í boði Adidas á Íslandi. Hægt er að nálgast vörur adidas á eftirtöldum stöðum:
87. þáttur – Látlaust og leiftrandi gegn Leeds
Maggi, Daníel og Þorsteinn settust niður og ræddu leikina gegn Manchester City, Sheffield United og Leeds. Góð staða kvennaliðs United var einnig til umræðu ásamt Amad Diallo sem gengur til liðs við United í janúar sem og mótherjar United í Evrópudeildinni, Real Sociedad.
https://open.spotify.com/episode/6M3nLMcCagxt2Z3HNUztHV?si=ZGFyYskwRh6lk6eBDrThdg
Djöflavarpið er í boði Adidas á Íslandi. Hægt er að nálgast vörur adidas á eftirtöldum stöðum:
Manchester United 0:0 Manchester City
Markalaust jafntefli í tíðindalausum leik.
Bekkur: Henderson, Bailly, Alex Telles, Mata, Matic, van de Beek, Martial (Greenwood 74′).