United liðið heimsækir Aston Villa á Villa Park í Birmingham á morgun, sunnudag, klukkan 16:30 að íslenskum tíma. Aston Villa liðið er sex stigum á undan rauðu djöflunum og situr í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar á meðan United er í sætinu fyrir neðan. Það þarf því ekkert að útskýra í þaula afhverju leikurinn á morgun er gríðarlega mikilvægur fyrir United, ef að liðið ætlar að eiga einhvern séns á því að blanda sér í baráttuna um meistaradeildarsæti þá verður liðið að gjöra svo vel og vinna Villa.
Newport County 2 : 4 Manchester United
Manchester United komst áfram í fimmtu umferð FA bikarsins í Newport County í gærkvöldi en liðið sigraði Newport County 2-4 á heimavelli D-deildar liðsins. United byrjuðu af krafti en gott mark frá Bruno Fernandes eftir fínasta uppspil og skömmu seinna fyrsta mark Kobbie Mainoo kom United í 2-0 forystu á 13 mínútu.
Ég held að flest allir United menn sem horfðu á þessa byrjun hafi hugsað með sér að leiknum væri í raun lokið þarna og menn gætu bara slakað á það sem eftir væri leiks. United stillti upp sterku liðið þannig í raun var ekkert að óttast. Eftir æsilegt fyrsta korter þá róaðist leikurinn aðeins hvað varðar a.m.k. mörk eða svona þangað til á 36. mínútu. Newport sparkaði langt eins og þeir höfðu verið að gera allan leikinn og svo sem viðbúist, ekki ætla ég að dæma þá taktík. Lisandro Martinez skallaði háa boltann burtu en beint fyrir fætur Bryn Morris, sem lét bara vaða af löngu færi og sá hitti boltann. Boltinn sveif fallega í fjær hornið yfir Altay Bayindir sem var að spila sinn fyrsta aðalliðs leik fyrir United og stað því 1-2. Svo sem erfitt að setja eitthvað út á Altay Bayindir í þessu marki og frekar bara að hrósa Bryn Morris fyrir glæsilegt mark.
Wigan 0:2 United
United mætti Wigan Athletic í 3. umferð FA bikarsins á DW vellinum. Ten Hag stillti upp sínu sterkasta liðið, ekkert pláss fyrir unga óreynda stráka (Garnacho og Mainoo teljast eiginlega ekki með þar þó ungir séu). Lisandro Martinez, Casemiro og Mason Mount sem allir eru farnir að æfa eftir löng meiðsli virðast ekki vera alveg nægilega tilbúnir, þó að ég hafi tippað á að Mount kæmi eitthvað við sögu. Í upphituninni var minnst á að Wigan sæti í 18. sæti í League One en það má þó nefna að tekin hafa verið 8 stig af þeim á þessu tímabili og ef ekki væri fyrir þann frádrátt sæti liðið í 10. sæti. Frádráttinn má rekja til þess að Wigan hefur ekki borgað leikmönnum laun eða a.m.k. verið að slugsa talsvert við það.
2024 byrjar gegn Wigan
Manchester United mætir Wigan Athletic í síðasta leik 3. umferðar þeirrar elstu og virtustu, FA bikarkeppninnar. Leikurinn fer fram á DW leikvellinum, heimavelli Wigan, klukkan 20:15 á morgun, mánudaginn 8. janúar. Leikurinn er sá fyrsti sem United spilar árið 2024, það verður vonandi til þess að United byrji árið 2024 á allt annan hátt en liðið lauk árinu 2023. Wigan Athletic er í League One eða þriðju efstu deild á Englandi (C-deild fyrir Rúv-arana þarna úti). Þetta ætti því ekki að vera sérstaklega erfiður leikur fyrir djöflana frá Manchester. Það hins vegar virðast allir leikir vera erfiðir leikir fyrir United núorðið og alls ekkert ólíklegt að peppaðir Wigan menn stríði þunglamalegum United leikmönnum. Wigan liðið er ekkert í sérstaklega góðum málum, liðið situr í 18. sæti League One, fjórum stigum fyrir ofan fallsæti. Liðið sigraði 5. deildar (National League) liðið York City, 0-1 til þess að komast í 3. umferð bikarsins en hafði á undan því unnið 2-0 sigur á Exeter í 1. umferð bikarsins, en Exeter spilar einnig í League One. Gamall vinur okkar United manna Ben Amos leikur í dag með Wigan en hefur misst sætið sitt til Sam Tickle 21 árs ungstirnis. Það er ekki mikið um aðra þekkta leikmenn í Wigan liðinu en fyrrum leikmaður liðsins Shaun Maloney en hann lék með liðinu síðast þegar það var í úrvalsdeild.
West Ham 2:0 United
United mætti West Ham á London Stadium í fyrsta leik á Þorláksmessu. Erik Ten Hag gerði tvær breytingar frá jafnteflinu gegn Liverpool síðustu helgi. Bruno Fernandes fyrirliði United kom aftur inn í byrjunarliðið eftir að hafa verið í banni gegn Liverpool. Þá koma Willy Kambwala ungstirnið inn í byrjunarliðið í stað Raphael Varane. Ég verð að segja lesandi góður að ég veit ekki mikið um getu Willy Kambwala en ég skal segja ykkur það að hann hefur gert gott mót í FM save-inu mínu þar sem ég fékk hann á láni frá United til Luton. Það er líka alveg kominn tími á það að akademía United myndi koma miðverði inn í byrjunarlið United. Amrabat settist einnig á bekkinn í stað Bruno.