Erik ten Hag gerði engar breytingar á liðinu frá sigrinum gegn Southampton, þegar margir bjuggust kannski við því að Casemiro myndi hefja leik.
Fyrri hálfleikur
Leikurinn byrjaði svona ágætlega rólega en þó fínt tempó hjá báðum liðum og frekar mikið jafnræði meðal þeirra en lítið um færi. Christian Eriksen fékk hálffæri en setti boltann fram hjá og Dewsbury-Hall átti þá skot úr aukaspyrnu af frekar löngu færi sem David De Gea greip, annars gerðist ekki mikið annað fyrstu 20 mínúturnar. Það var hins vegar á 23 mínútu þegar fyrst dróg til tíðinda í leiknum, Danny Ward markmaður Leicester hreinsaði boltann frá marki sínu, United vann fyrsta boltann og Bruno Fernandes stakk boltanum inn fyrir á Marcus Rashford sem stakk honum því næst á Jadon Sancho sem rölti framhjá Ward og lagði hann þægilega í netið, 1-0 fyrir United.