Manchester United mætir í heimsókn á Emirates völlinn í Lundúnum á morgun (sunnudag) og mætir það liði Arsenal klukkan 15:30. Lærisveinar Erik ten Hag munu leitast þar við að landa fyrsta útisigri United á tímabilinu. Heimasigrar gegn Wolves og Nottingham Forest og tap gegn Tottenham þar á milli er uppskera United eftir þrjár umferðir í ensku úrvalsdeildinni. Það er aðeins ein umferð í úrvalsdeildinni áður en okkur úrvalsdeildarunnendum er kippt niður á jörðina með einu stykki landsleikjahléi. Já aðeins ein umferð áður en þessar tæpu tvær landsleikjavikur stöðva skemmtilegustu deild í heimi og bjóða okkur frekar upp á Svartfjallaland – Búlgaría. Það er heldur betur ærið verkefni sem bíður United í seinasta leik fyrir landsleikjahlé en Arsenal eru farnir að gera sig heldur betur gildandi á nýjan leik. Skytturnar frá norður-London voru stóryrtir eftir gott gengi á síðustu leiktíð (tjah fyrir utan kannski apríl og maí) og ætla sér heldur betur að pakka þessari deild saman, a.m.k. láta stuðningsmenn liðsins þannig á samfélagsmiðlum.