Byrjunarliðið gegn Leicester kom ekkert sérstaklega á óvart nema það að Lindelöf byrjaði ásamt Martinez í hjarta varnarinnar. Garnacho kom inn í byrjunarliðið fyrir Sancho og Dalot í stað Wan-Bissaka. Það voru einhverjar sögusagnir um að byrjunarliði United hefði verið lekið og að Elanga ætti að byrja á kantinum en sá leki hefur a.m.k. ekki verið mjög áreiðanlegur. Brendan Rodgers gerði engar breytingar á Leicester liðinu sem pakkaði Tottenham saman 4-1 um síðustu helgi.
United tekur á móti Leicester
United tekur á móti Leicester City á Old Trafford klukkan 14:00 á morgun, sunnudaginn 19. febrúar. Eftir fín úrslit í miðri viku á Nývangi mun United taka á móti refunum frá Leicester á heimavelli á konudaginn sjálfan. Leicester hefur verið í brasi á þessari leiktíð og oft hefur því verið velt upp hvort Brendan Rodgers sé kominn með liðið á endastöð. Liðið situr nú í 14 sæti ensku úrvalsdeildarinnar og miðað við undanfarin tímabil telja sig eiga meira inni. Liðið hefur þó aðeins rétt úr kútnum eftir vonda byrjun á tímabilinu og virðast hafa komið aðeins ferskari inn í nýtt ár. Leicester hefur unnið síðustu tvo síðustu leiki í úrvalsdeildinni og síðustu helgi gjörsamlega valtaði liðið yfir Tottenham.
United 2 : 2 Leeds
United mættu Leeds á Old Trafford í kvöld í ensku úrvalsdeildinni, leikurinn átti að fara fram í haust en honum var frestað vegna andláts Elísabetar II Bretlandsdrottningar. Diogo Dalot koma inn í byrjunarliðið eftir talsverða fjarveru vegna meiðsla, þá var Antony fjarri góðu gamni vegna meiðsla og Garnacho kom inn í liðið í stað hans. Stóra fyrirsögnin var þó að Marcel Sabitzer byrjaði sinn fyrsta leik fyrir Manchester United eftir að hann koma á láni frá Bayern Munchen á loka degi janúargluggans.
United 2:0 Nottingham Forest
United mætti Nottingham Forest á Old Trafford í seinni leik undanúrslita Carabao Cup, enska deildarbikarsins. Erik Ten Hag stillt upp sterku liði gegn Nottingham Forest, Tom Heaton fékk þó að byrja sem og Garnacho. Þá var gaman að sjá Sancho og Martial aftur í leikmannahópi United þrátt fyrir að það þeir væru bara á bekknum. United var 3-0 yfir eftir fyrri leik liðanna sem fór fram á City Ground, heimavelli Forest.
Úrslit í augnsýn
United mætir Nottingham Forest á morgun, miðvikudaginn 1. febrúar á Old Trafford, í seinni leik undanúrslita enska deildarbikarsins. United sigraði fyrri leik liðanna 3-0 þar sem Rashford, Weghorst og Bruno skoruðu í talsvert þægilegum sigri. Leikurinn á morgun ætti því þannig séð að vera formsatriði, þriggja marka tap á heimavelli er bara hreinlega ekki í boði. Með sigri í einvíginu mun United mæta Newcastle í úrslitum á Wembley og í boði hinn margrómaði Carabao Cup, þann 26. febrúar.