Erik Ten Hag gerði bara eina breytingu frá Crystal Palace leiknum í miðri viku og hún var sú að McTominay koma inn fyrir Casemiro sem var í leikbanni. Þrátt fyrir að Jadon Sancho sé byrjaður að æfa með liðinu þá var hann ekki í hóp. Þá voru Diogo Dalot og Anthony Martial enn fjarri góðu gamni.
Fyrri hálfleikur
Arsenal menn byrjuðu mjög sprækir og fengu tvö hálffæri á fyrstu tveimur mínútunum, en engin raunveruleg hætta sem skapaðist. Á sjöttu mínútu kom löng sending fram til Bruno, hann náði að pota boltanum áður en Ramsdale komst í boltann og féll við, lítil snerting og Taylor dómari dæmdi bara markspyrnu. Það var algjörlega hægt finna spennuna í leiknum þó lítið væri um færi. EN á 17 mínútu unnu Shaw og Rashford boltann á vallarhelmingi Arsenal, boltinn féll til Bruno sem sendi hann á Rashford. Rashford fór illa með Thomas Partey og lúðraði boltanum fyrir utan vítateig og fram hjá Ramsdale, 1-0 fyrir United. 5 mínútum síðar fékk Nketiah fínt hálffæri inn í teig en teigurinn pakkaður United mönnum og boltinn beint í varnarmann og í horn. Úr horninu fengu Arsenal menn fínt færi, en boltinn var sendur út í teig þar sem Martinelli var staðsettur en hann setti boltann framhjá.