Evrópudeildin

Heimsókn til Tyrklands

Nú á dögunum var haldið styrktarkvöld fyrir Unicef. Fór þar fram uppboð og söfnuðust tugir milljóna króna fyrir gott málefni. Fór José Mourinho á kostum og bauð meðal annars upp rándýrt úr sem hann á sjálfur. Virtust leikmenn einnig njóta sín vel þrátt fyrir að hafa gert jafntefli við Burnley skömmu áður. Voru erfiðleikarnir í deildinni settir á ís þetta kvöld fyrir gott málefni. Lesa meira

Yngri liðin

Hvað er í gangi í yngri liðum félagsins? 2016:3

Við höldum áfram yfirferð okkar á yngri liðum félagsins og þeim leikmönnum sem eru á láni.

Ef við byrjum á þeim leikmönnum sem eru á láni þá hefur september mánuður ekkert verið neitt sérstaklega frábær.

  • James Wilson byrjaði mánuðinn í byrjunarliðinu hjá Derby County en 0 mörk í 3 leikjum hafa komið honum á bekkinn, þó hann hafi ekki fengið að klára einn leik af þeim þremur sem hann byrjaði. Síðan þá hefur hann setið sem fastar á bekknum.
  • Adnan Januzaj var að byrja alla leiki en Sunderland eru þrátt fyrir það með allt niðrum sig. Þrátt fyrir að vera eini ljósi punkturinn fyrir utan markvörð Sunderland í 1-0 tapi gegn Tottenham tókst Januzaj að láta reka sig af velli. Ofan á það tókst honum að meiðast á ökkla í átakanlegu tapi Sunderland gegn Crystal Palace á dögunum.
  • Cameron Borthwick-Jackson hefur eflaust átt besta mánuðinn en Wolves geta ekki unnið leik án hans. Með hann í vinstri bakverðinum unnu þeir til að mynda Newcastle en töpuðu svo án hans 4-0 gegn Barnsley.
  • Andreas Pereira hefur byrjað alla leikina hjá Granada í spænsku deildinni en því miður hefur Granada ekki enn unnið leik. Pereira er aðallega að spila á vinstri vængnum en tók þá einn leik á miðri miðjunni hjá þeim. Hér má svo sjá highlights úr leiknum hjá Pereira gegn Eibar.
  • Guillerme Varela meiddist í september og verður frá í 3-4 mánuði og munum við því lítið heyra af honum það sem af er ári.

U23 ára liðið

Liðið hefur átt mjög misjöfnu gengi að fagna í mánuðnum. Þeir gerðu 1-1 jafntefli við Manchester City. Matty Willock kom United yfir.

https://vine.co/v/5JAdKlz27WY Lesa meira

Enska úrvalsdeildin

Manchester United 1:1 Stoke City

Hreint út sagt grátleg úrslit.

Mourinho stillti upp liðinu alveg eins og í 4-1 sigrinum gegn Leicester fyrir viku.

1
De Gea
17
Blind
12
Smalling
3
Bailly
25
Valencia
6
Pogba
21
Herrera
19
Rashford
8
Mata
14
Lingard
9
Zlatan

Varamenn: Sergio Romero, Matteo Darmian, Michael Carrick, Marouane Fellaini, Anthony Martial (’65) Memphis (82) og Wayne Rooney (’65).

Lið Stoke er eftirfarandi

Grant
Pieters
Martins Indi
Shawcross
Johnson
Cameron
Whelan
Arnautovic
Allen
Shaqiri
Bony

Leikurinn

Það tók United ekki langan tíma að skapa fyrsta færi leiksins en strax á fyrstu mínutu átti Paul Pogba gott hlaup fyrir utan teiginn hjá Stoke City sem endaði með því að hann sendi boltann utanfótar inn á Zlatan sem á einhvern ótrúlegan hátt lét Lee Grant verja frá sér. Ekki einu sinni heldur tvisvar! Lesa meira

Enska úrvalsdeildin

Stoke á morgun

Klukkan 11:00 á morgun tökum við á móti Mark Hughes og félögum í Stoke City á Old Trafford.

Eftir þrjú töp í röð hafa okkar menn nú unnið þrjá leiki í röð, mótherjarnir hafa ef til vill ekki verið þeir sterkustu en sigur er sigur. Eftir 4-1 sigurinn á Leicester City um síðustu helgi þá breytti Mourinho liðinu lítið fyrir Evrópuleikinn síðasta fimmtudag og má reikna með sömu 11 á morgun og byrjuðu gegn Leicester City. Lesa meira