Manchester United byrjar 2017 á heimsókn til West Ham United í Lundúnum. West Ham leikur nú á nýjum velli, hefur sagt skilið við Upton Park, sem þeir kvöddu einmitt með leik gegn United í vor. Nú er leikið á Ólympíuleikvanginum í London og sýnist víst sitt hverjum um þann völl og stemminguna. Hamrarnir hafa átt misjöfnu gengi að fagna í vetur en það var aðeins í lok nóvember sem liðin mættust tvisvar með skömmu millibili. Náði West Ham í stig á Old Trafford en töpuðu svo 4-1 í Deildarbikarnum aðeins nokkrum dögum síðar. Vonandi verður okkar United í sama gír og þá þegar liðin mætast á morgun.
Heimsókn til Tony Pulis
Á morgun fer José Mourinho með sína menn í heimsókn á The Hawthorns. Þar munu þeir etja kappi við Tony Pulis og lærisveina hans. Pulis hefur verið í fréttunum undanfarið útaf dómsmáli sem tengist veru hans hjá Crystal Palace.
Manchester United 1:1 Arsenal
Enn eitt ógeðslega jafnteflið á Old Trafford. Enn og aftur yfirspilar United andstæðinga sína en geta bara ekki unnið leik fyrir sitt litla líf. Lokatölur á Old Trafford 1-1 í dag.
Bekkur: Romero, Blind (’63), Schneiderlin (’85), Lingard, Young, Memphis, Rooney (’62)
Lið Arsenal er svo svona skipað:
Cech, Jenkinson, Mustafi, Koscielny, Monreal, Coquelin, Elneny, Ramsey, Ozil, Walcott, Sanchez.
Arsenal kemur í heimsókn á Old Trafford
„It was 11 men against 11 children,“ voru orð sem Patrice nokkur Evra lét falla eftir að Manchester United valtaði yfir Arsenal í Meistaradeildinni árið 2009. Á þessum tíma var rígurinn milli Manchester United og Arsenal gríðarlegur.
Í raun allt frá komu Arsene Wenger í ensku úrvalsdeildina þá mátti búast við látum þegar liðin mættust. Síðustu ár Sir Alex Ferguson með United liðið voru leikirnir þó aðeins öðruvísi en United var í raun alltaf með yfirhöndina. Leikurinn á morgun verður eflaust allt, allt öðruvísi.
Hvað er í gangi í yngri liðum félagsins? 2016:4
STÓRU FRÉTTIRNAR hvað varðar yngri lið Manchester United eru þær að maðurinn sem breytir öllu í gull, Warren Joyce, er farinn til Wigan í Championship deildinni. Verður það stórt skarð að fylla en hefur hann unnið U23 ára deildina núna þrisvar á síðustu fjórum árum.
Hann er ekki stærsta nafnið í bransanum en hann er einn af þessum þjálfurum sem fer undir radarinn, gífurlega góður í sínu starfi sem milliliður fyrir unglingalið og aðallið. Þó svo að unglingalið United hafi kannski ekki verið að fjöldaframleiða leikmenn í aðalliðið undanfarin ár þá er félagið samt það félag á Englandi sem býr til flesta atvinnumenn í efstu eða næstu efstu deild. Daily Mail fjallaði meðal annars um málið á dögunum.