Eftir 0-3 skellinn síðastliðinn sunnudag gegn Tottenham á Old Trafford er komið að næsta verkefni. Manchester United sækir Porto heim á Drekavelli í Evrópudeildinni annað kvöld. Framundan eru afar þýðingarmiklir dagar eftir slæmt gengi undanfarið og þá sérstaklega fyrir stjórann, Erik ten Hag. Enskir fjölmiðlar virðast vera nokkuð sammála um það að starf hans sé ekki í hættu að svo stöddu en segja að sama skapi að leikirnir tveir sem eftir eru fram að landsleikjahléi gætu skipt sköpum varðandi framtíð Hollendingsins í starfi.
Manchester United 1-0 Fulham
Stóra stundin rann loksins upp í gærkvöldi þegar enska úrvalsdeildin fór af stað að nýju. Það er alltaf sama tilhlökkunin að sjá nýtt tímabil fara af stað og sjálfsögðu ennþá skemmtilegra þegar allt byrjar vel. Manchester United tók á móti Fulham á frábæru föstudagskvöldi í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar, frábært að eiga opnunarleikinn og setja vonandi tóninn fyrir það sem koma skal! Fyrir leik voru nýju leikmennirnir kynntir, þeir Leny Yoro, Joshua Zirkzee, Noussair Mazraoui og Matthijs de Ligt.