Leikmenn United flugu í dag til Moskvu þar sem þeirra bíður viðureign við CSKA í þriðju umferð Meistaradeildarinnar. Rússneska liðið sigraði PSV í síðustu umferð og er þess að auku á mikilli siglingu heima fyrir, þar sem liðið er taplaust í deildinni. Sögulega séð hefur United ekkert gengið alltof vel í Moskvu en það fellur þó í skuggann af Meistaradeildar-sigrinum árið 2008.
Juan Mata er leikmaður septembermánaðar
Þið hafið kosið og Juan Mata er leikmaður septembermánaðar. Hann átti frábæran mánuð, spilaði fimm leiki og lagði upp þrjú mörk og skoraði önnur þrjú. Það eru engar ýkjur að Juan Mata sé einn af vinsælustu leikmönnum United enda engin furða, þarna er algjör fagmaður á ferð. Eins og sjá má fékk Mata umtalsvert fleiri atkvæði en aðrir leikmenn. Anthony Martial, sem einnig átti góðan mánuð var næstur en aðrir komust vart á blað.
Heldur sigurhrinan áfram? United heimsækir Arsenal á morgun
Manchester United hefur verið á góðu skriðu undanfarið, svo góðu að liðið situr á toppnum í fyrsta sinn í alltof alltof langan tíma. Á næstu vikum munum við þó fyrst sjá hvað er spunnið í liðið og hvort að LvG & co geti gert alvöru atlögu að titlinum eða ekki. Október er nefnilega ansi strembinn:
Landsleikjahléið sker mánuðinn auðvitað í sundur en það er þétt leikið frá og með 17. október þegar United fer til Everton. Eins og sjá má eru spilar United þrjá af erfiðustu útileikjum tímabilsins í óktóber, gegn Arsenal, Everton og Crystal Palace. Þar að auki er heimaleikur gegn City og inn í þetta blandast Meistaradeildin og Deildarbikarinn.
Djöfullegt lesefni: 2015:34
Rauðu djöflarnir
- Við minnum á kosningu um leikmann septembermánaðar.
- Runólfur skrifaði um ástandið á unglingastarfi United sem hefur átt betri daga.
- Við tókum upp 15. þátt af podkastinu okkar.
Skyldulesning
Swiss Ramble fer á ítarlegan hátt yfir fjármál United. Niðurstaðan? Glazerarnir sjúga hagnaðinn úr félaginu en nýr sjónvarpsamningur mun líklega gera United að ríkasta félagi heimsins.
Leikmenn
- Það er aðeins einn De Gea…
- Andy Mitten telur De Gea vera ástæðuna fyrir betri spilamennsku liðsins.
- Anthony Martial er næsta hetja United-stuðningsmanna að mati Paulie Gunn.
- Og Barney Ronay skrifar á svipuðum nótum um Martial.
- Wenger vildi hinsvegar ekki kaupa Martial vegna þess að hann taldi hann vera vængmann.
- Meira um Martial, hann er neistinn sem kveikir í sóknarleik United.
- Chris Smalling er einn af mikilvægustu leikmenn United. Telegraph skrifar um upprisu hans.
- ESPN segir hinsvegar að Daley Blind sé einn af mikilvægustu leikmönnum United.
- Langar ykkur að vita meira um meistara Berbatov? Hvernig spyr ég, að sjálfsögðu viljið þið það.
- Keylor Navas grét þegar félagsskiptin til United féllu saman.
- Victor Valdes er frjálst að fara, finni hann sér félag utan Úrvalsdeildarinnar.
- Juan Mata er nú aðallega markaskorari, fremur en skapari, líkt og búist var við þegar hann kom frá Chelsea.
- Meira frá Paulie Gunn, í þetta skiptið um Bastian Schweinsteiger.
Héðan og þaðan
- Aðeins eitt lið í deildinni hleypur meira en United í hverjum leik í Úrvalsdeildinni.
- Ný bók Sir Alex Ferguson um leiðtogahlutverkið snýst minna um það en meira um að hvítþvo knattspyrnustjóraferil hans að mati Alex Netherton.
- Gary Neville óttast að knattspyrnulega fari norður-England mjög halloka í samkeppninni við suður-England.
- ESPN fer yfir það helsta varðandi ákvörðun svissneskra yfirvalda að sækja Sepp Blatter til saka.
- Telegraph reynir að kryfja ástæðurnar fyrir slæmu gengi ensku liðanna í Meistaradeildinni.
Nokkur tíst
https://twitter.com/hirstclass/status/646311053995999232
https://twitter.com/dickinsontimes/status/646058474409971714
Myndir vikunnar
Sir Alex Ferguson sendi Eric Cantona bréf haustið eftir að sá síðarnefndi hætti hjá United:
Hver er leikmaður septembermánaðar?
Septembermánuður var að mörgu leyti ágætur fyrir United. Liðið spilaði sex leiki og vann fimm af þeim og í fyrsta sinn í langan tíma er Manchester United á toppi deildarinnar!
Leikirnir í september
- Manchester United – Liverpool: 3-1
- PSV – Manchester United: 2-1
- Southampton – Manchester United: 2-3
- Manchester United – Ipswich: 3-0
- Manchester United – Sunderland: 3-0
- Manchester United – Wolfsburg: 2-1
Leikmennirnir sem tilnefndir eru
David de Gea hefur komið frábærlega inn í þetta eftir að hann krotaði undir nýjan samning í september. Hann spilaði alla leiki liðsins í september og var eins og eðlilegt er orðið, frábær í þeim öllum. Var hann í sérstaklega góðu formi gegn Southampton og varði einnig vel gegn Liverpool.