Félagaskipti Leikmenn Pistlar Ritstjóraálit Staðfest

Zlatan er mættur

Stór dagur í dag í sögu Manchester United og ákveðin vatnaskil. Á sama degi og staðfest er að sjálfur lávarður félagsins, leikjahæsti og sigursælasti leikmaður í sögu Manchester United, Ryan Giggs yfirgefi félagið, 29 árum eftir að hann gekk til liðs við félagið, gerist þetta:

https://twitter.com/ManUtd/status/748919107441954816

Manchester, welcome to Zlatan

Auðvitað var þetta bara tímaspursmál eftir að Zlatan sjálfur tilkynnti um ákvörðun sína í gær. Í raun var frekar fyndið að sjá viðbrögð Manchester United við tilkynningunni. Við tók algjör þögn, það var ekki einu sinni ýtt á like eða retweet takkann á tísti Zlatan. Bara algjör þögn hjá félagi sem tístir iðulega á 20 mínútna fresti. Maður gett rétt ímyndað sér neyðarfundinn sem fór í gang í samfélagsmiðladeild United. En þetta var einhvern veginn við hæfi. Zlatan er ekki kynntur til leiks hjá félaginu, Zlatan kynnir félagið. Lesa meira

Félagaskipti Leikmenn StaðfestLeikjadagskrá Slúður

Heitasta slúðrið og leikjadagskrá næsta tímabils

Nú eru rétt tæpir tveir mánuðir í að enska deildin hefjist á nýjan leik og þá er ekki seinna vænna en að fá leikjadagskránna fyrir næsta tímabil. Hún datt inn um lúguna í dag og lítur svona út fyrir Manchester United:

Helstu lykildagsetningar eru eftirfarandi[footnote]Með fyrirvara um að dagsetningar muni breytast eitthvað vegna Evrópudeildarinnar[/footnote]]:

  • Mourinho og Pep mætast í Manchester-slagnum 10. september og 25. febrúar
  • Við mætum Liverpool 15. október og 14. janúar
  • Mourinho snýr aftur á Stamford Bridge þann 22. október
  • Jólatörnin er hin sæmilegasta.
  • Við mætum Arsenal og Tottenham í 36. og 37 umferð.

Við fyrstu sýn er þetta hin ágætasta dagskrá. Byrjunin er ekkert alltof strembin og góðar líkur á góðum úrslitum í ágúst og september. Þáttaka okkar í Evrópudeildinni mun eitthvað fikta í þessu og leikir verða færðir til og frá vegna hennar. Svo ber auðvitað að hafa í huga að nú verða nokkrir leikir á dagskrá föstudögum í vetur. Lesa meira

Enska úrvalsdeildin

Bless, bless Louis van Gaal? – West Ham 3 – 2 Manchester United

Var þetta síðasta hálmstráið hjá Louis van Gaal? Tap gegn West Ham staðreynd sem þýðir að Meistaradeildarsætið er að öllum líkindum úr sögunni. Við gætum treyst á að Swansea vinni City um næstu helgi en ég er bara ekki viss um að United vinni sigur á Bournemouth í lokaleiknum.

Þetta var kaflaskiptur leikur. Fyrri hálfleikur var ekkert nema ömurð af hálfu United. Seinni hálfleikur var töluvert betri en lokakaflinn fór með okkur. Lesa meira