Þetta ótrúlega pirrandi tímabil hjá Manchester United heldur áfram á morgun. Að þessu sinni er um að ræða fyrsta FA bikar leik tímabilsins og er hann gegn Wolverhampton Wanderers. United hefur átt í miklum erfiðleikum með Wolves frá því að liðið komst upp í ensku úrvalsdeildina og í tvígang tapað eins mark forystu í jafntefli á Old Trafford. En þessi leikur fer ekki fram á Old Trafford heldur Molineux heimavelli Úlfanna. Liðin mættust á þessum velli í 8-liða úrslitum þessarar sömu keppni í fyrra og endaði sá leikur á 2:1 sigri gestgjafanna.
Enska bikarkeppnin
Wolves 2:1 Manchester United
Eftir meiðsli undanfarinna vikna var lið United því sem næst það sem Ole Gunnar var kominn með sem sitt aðallið. Dalot reyndar fyrir Young sem var í banni, og Lingard og Martial koma inn í fyrsta leik eftir meiðsli sem þeir hefðu hugsanlega ekki báðir gert ef Lukaku hefði ekki verið meiddur
Úlfarnir voru ánægðir með að leyfa United að hafa boltann úti á vellinum, bökkuðu mikið og spiluðu þétta vörn, vængverðirnir duttu alveg niður í bakvarðastöður þannig þetta var 5-4-1 hjá þeim. United komst lítið áfram gegn þessu, fyrsta skot ekki fyrr en eftir um tíu mínútna leik, og þá var það Paul Pogba sem skaut framhjá. Skyndisóknir voru augljóslega það sem Wolves var að spila uppá en þeir náðu þeim ekki heldur.
Bikarleikur á Molineux vellinum
Manchester United heimsækir Wolverhampton Wanderers annað kvöld í 8-liða úrslitum FA bikarsins. Síðast þegar liðin mættust í september síðastliðnum þá endaði leikurinn í jafntefli þar sem Fred skoraði sitt eina mark fyrir United, að minnsta kosti hingað til. Gengi United frá því að Solskjær tók við því hefur verið framar öllum vonum og þetta tap gegn Arsenal í síðasta leik ætti ekki að mikil áhrif nema sem góð lexía fyrir lið og stuðingsfólk Manchester United.
Chelsea 0:2 Manchester United
Sergio Romero fékk að leika þennan leik og Ole stillti upp í demant á miðjunni frekar en að gefa Alexis Sánchez sénsinn. Lukaku og Rashford voru settir saman í framlínuna.
Varamenn: De Gea, Bailly, Dalot, Fred, McTominay, Andreas, Alexis
Lið Chelsea var eins og spáð var, utan að Kovačić byrjaði.
United byrjaði leikinn af miklum krafti, vann fyrstu hornspyrnuna á 2. mínútu og hélt upp hárri pressu á Chelsea. Paul Pogba var í strangri gæslu, fyrst og fremst frá N’golo Kanté en félagar hans voru duglegir að hjálpa honum og nýta plássið sem losnaði.
Bikarslagur í London á morgun
Fimmtu umferð bikarsins lýkur á morgun þegar okkar menn halda á Stamford Bridge og takast á við Chelsea. Stórleikur umferðarinnar og því færður á mánudag, aðkomustuðningsmönnum til mikillar gleði enda varla hægt að komast aftur til Manchester um kvöldið ef leikurinn fer í framlengingu.
Eftir erfiðan seinni hálfleik gegn PSG á þriðjudaginn verður þetta prófraun fyrir Ole Gunnar að vinna án Jesse Lingard og Anthony Martial sem hafa verið lykilmenn í góðu gengi liðsins undir stjórn hans. Þrátt fyrir að Tahith Chong og Angel Gomes verði í hóp er óvarlegt að ætla annað en að Alexis Sánchez og Romelu Lukaku komi inn í liðið en það verði síðan að mestu óbreytt.