Erik Ten Hag gerði sjö breytingar á liðinu sem sigraði Burnley um helgina, þeir Dalot, Onana, Mejbri og Casemiro voru þeir einu sem „héldu“ byrjunarliðssæti sínu. Amrabat byrjaði sinn fyrsta leik og spilaði sem vinstri bakvörður, þá voru Mount og Maguire báðir komnir úr meiðslum og fengu traustið. Roy Hodgson gerði einnig sjö breytingar á sínu liði en það ég ætla ekki að fara sérstaklega yfir þær, enda nennir enginn að pæla í því. United hefur titil að verja í keppninni það skal enginn gleyma því að djöflarnir unnu þessa keppni í fyrra. Að því sögðu þá voru talsvert mörg lið í pottinum þegar dregið var í 3. umferð enska deildarbikarsins sem maður hefði viljað fá en Crystal Palace. Sérstaklega í ljósi mikilla meiðsla hjá United, það er þó hægt að hugga sig við það að það hefði líka geta verið talsvert verra. United sigraði Burnley síðustu helgi í ensku úrvalsdeildinni og stefndi liðið að því að vinna annan leikinn í röð í fyrsta sinn á þessu tímabili.
Enska deildarbikarkeppnin
United 2:0 Nottingham Forest
United mætti Nottingham Forest á Old Trafford í seinni leik undanúrslita Carabao Cup, enska deildarbikarsins. Erik Ten Hag stillt upp sterku liði gegn Nottingham Forest, Tom Heaton fékk þó að byrja sem og Garnacho. Þá var gaman að sjá Sancho og Martial aftur í leikmannahópi United þrátt fyrir að það þeir væru bara á bekknum. United var 3-0 yfir eftir fyrri leik liðanna sem fór fram á City Ground, heimavelli Forest.
Úrslit í augnsýn
United mætir Nottingham Forest á morgun, miðvikudaginn 1. febrúar á Old Trafford, í seinni leik undanúrslita enska deildarbikarsins. United sigraði fyrri leik liðanna 3-0 þar sem Rashford, Weghorst og Bruno skoruðu í talsvert þægilegum sigri. Leikurinn á morgun ætti því þannig séð að vera formsatriði, þriggja marka tap á heimavelli er bara hreinlega ekki í boði. Með sigri í einvíginu mun United mæta Newcastle í úrslitum á Wembley og í boði hinn margrómaði Carabao Cup, þann 26. febrúar.
Nottingham Forest 0:3 Manchester United
Maguire í banni, Shaw veikur og Varane hvíldur
Varamenn: Heaton, Varane, Williams, Fred (71), Mainoo, McTominay, Pellistri (71), Elanga, Garnacho (57′)
Lið Forest
United sótti stíft frá fyrsta flauti og þegar Forest fékk sína fyrstu sókn vann United boltann, Rashford fékk boltann á miðju úti við hliðarlínuna, keyrði á vörnina, stakk sér á milli Freuler og Worrall og inn í teig og afgreiddi boltann einfaldlega framhjá Hennessey með vinstri. Einfalt, auðvelt og frábært, United komið í 1-0 á sjöttu mínútu.
United 3 : 0 Charlton
United mætti Charlton í átta-liða úrslitum enska deildarbikarsins í kvöld. Erik Ten Hag gerði miklar breytingar á United liðinu frá Everton leiknum 6. janúar. Það koma þó kannski ekki að koma neinum á óvart þar sem Charlton leikur í 1. deild og United er í miklu og ströngu leikjaprógrami en næsti leikur er gegn Manchester City. Maguire leiddi liðið út á völlinn og í fyrsta sinn á nýju ári fengum við að sjá McFred miðju í byrjunarliðinu. Þá var kannski áhugaverðasta breytingin sú að Kobbie Mainoo 17. ára piltur byrjaði. Antony, Elanga og Garnacho leiddu framlínu United til að byrja með.