Manchester United tekur á móti Charlton Athletic á morgun klukkan 20:00 á Old Trafford. Um er að ræða átta-liða úrslit í enska deildarbikarnum. Charlton er eina liðið eftir í keppninni sem er ekki í ensku úrvalsdeildinni. Það er því hægt að segja að United hafi sloppið vel með dráttinn. Charlton er í dag í 1. deild eða þriðju efstu deild á Englandi (e. English Football League 1). Gengi Charlton í deildinni á tímabilinu hefur ekki verið mikið til þess að hrópa húrra fyrir en liðið situr í 12. sæti, 26 stigum á eftir Steven Schumacher (nei ekkert skyldur Michael) og lærisveinum hans í Plymouth Argyle, sem sitja á toppi deildarinnar. Það hefur þó gengið talsvert betur í deildarbikarnum hjá Charlton en sigur gegn Brighton í vítaspyrnukeppni tryggði þeim sæti í pottinum þegar dregið var í átta-liða úrslitin. United vann hins vegar ágætlega þægilegan sigur á Burnley í 16-liða úrslitum í fyrsta leik eftir HM.
Enska deildarbikarkeppnin
Burnley fyrsti mótherjinn eftir HM-hlé
Manchester United hefur leik á ný eftir mánaðarlangt hlé vegna heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu þegar liðið tekur á móti Burnley á morgun miðvikudag í 16 liðar úrslitum enska deildarbikarsins.
Manchester United 4:2 Aston Villa
Liðið gegn Aston Villa er komið og nokkrar breytingar frá síðasta leik gegn einmitt Aston Villa. Martial kemur í byrjunarlið en Harry Maguire gerir það einnig og spilar við hlið Lindelöf í hjarta varnarinnar.
Lið United
Varamenn: Garnacho (62′), Elanga (62′), Eriksen (62′) Casemiro(80′) Martínez(86′)
Lið Aston Villa
Þetta er svo sem ekki mest spennandi leikur fyrirfram sem hægt er að ímynda sér en fyrri hálfleikur var dræmari leikur en nokkuróttaðist. United var mikið breytt og ekki margir af þeim sem fengu sénsinn í kvöld sýndu neitt mikið sem gæti komið þeim inn í aðalliðið.
Bíddu, aftur? Vorum við ekki…
Jú við erum víst nýbúin að spila við Aston Villa en fáum nú smá tækifæri til að hefna tapsins, þegar Villa kemur í heimsókn í Carabao bikarnum annað kvöld. Venjulega værum við að horfa upp á verulega breytt lið frá sunnudeginum og þá í átt að yngri leikmönnum og þeim sem eru á jaðri aðalliðs en það verður ef eitthvað er öfugt hjá United. Bruno Fernandez er frjáls úr banninu, Anthony Martial kom inn á sunnudaginn og ætti að vera heill og Antony og Jadon Sancho gætu báðir verið orðnir góðir af meiðslum og veikindum. Að auki er aðeins þessi leikur og deildarleikurinn gegn Fulham á sunnudag eftir fram að HM hléi og því engin ástæða til að hvíla menn.
Manchester United 0:2 Manchester City
Bæði lið stilltu upp sterkum liðum
Varamenn: De Gea, Telles, Bailly, Tuanzebe, James, Mata, Matic, Van de Beek, Greenwood
Leikurinn byrjaði á afskaplega skemmtilegu sjálfsmarki City, Steffan varði skot frá Rashford og boltinn fór af varnarmanni og lak í netið. En því miður hafði Rashford verið rangstæður þannig þessi skemtun var til lítils. City var annars meira með boltann og Gündogan setti boltann í netið líka en var sömuleiðis rangstæður.