Brúnin hefur lyfst heldur á stuðningsmönnum Manchester United eftir fyrstu leiki nýs árs þótt afrekin séu ekki stærri en tvö jafntefli. En það sem raunverulega skilur milli feigs og ófeigs í enska boltanum er hvort viðkomandi spili vel á köldu kvöldi í Stoke. Á morgun verður prófraunin á janúarkvöldi í Manchester gegn Southampton.
Enska úrvalsdeildin
Liverpool á eftir
Síðan er komin upp aftur eftir tæknileg vandamál, rétt í tæka tíð til að minna á leikinn gegn Liverpool á eftir kl 16:30.
Við getum ekki beðið!!
Wolverhampton Wanderers 2:0 Manchester United
Það var ekki bara afveltan eftir ofát jólanna sem olli því að umfjöllun um fyrri hálfleik í þessum leik er engin. Einu færin í þessum hálfleik voru misgáfuleg langskot. Bæði Sá og Onana áttu eina fína vörslu hvor reyndar en annars var þetta tíðindalaust. United aðeins betri á boltanum en ósköp lítið sem kom úr því.
Það tók Bruno Fernandes hins vegar aðeins 85 sekúndur í seinni hálfleiknum til að næla sér í sitt einna gula spjald í leiknum fyrir að vera of seinn í að blokka boltann og fara í legginn á Wolves leikmanni. Klaufalegt en ekkert við þessu að segja. Úlfarnir fóru beint í sókn og skoruðu en blessunarlega var það rangstaða. En það var skammgóður vermir því Wolves tók forystuna á 59. mínútu með Ólympíumarki beint úr horni, þeirra langbesti maður Matheus Cunha tók hornið og sveiflaði boltanum í fjærhornið. Ef þið vissuð ekki hvað Ólympíumark var fyrir viku, vitið þið það núna, United búið að fá á sig tvö á átta dögum. Onana átti auðvitað að gera betur, þó að hann væri aðþrengdur af sóknarmönnum. 1-0.
Manchester United 0:3 Bournemouth
Fyrsta kortérið í þeum leik var næsta viðburðasnautt, Amad átti eitt kot úr teignum sem Kepa tók auðveldlega og Semnyo átti sömuleiis langskot beint á Onana. Bournemouth var meira með boltann, en skapaði ekkert. Þeir presuðu hin vegar vel á United sem komust lítið áleiðis. Kortérið eftir það var svo auðveldlega svipað, lítið sem gerist, þangað til á 29. mínútu að Bournemouth fékk aukaspyrnu við hliðarlínuna hægramegin, boltanum sveiflað inn á teiginn og það var Dean Huijsen sem skallaði aftur fyrir sig og boltinn sveif í netið fjær, langt frá Onana. Zirkzee átti Huijsen en var ekki að trufla hann að ráði. Einfalt mark.
Upphitun: Manchester United – Bournemouth
Hefð er fyrir að spila þétt í ensku úrvalsdeildinni um jól og áramót, enda fótboltinn lengi helsta afþreying vinnandi fólks í Englandi. Jólatörn Manchester United byrjar á Bournemouth á morgun. Það er hins vegar lítil breyting fyrir lið sem undanfarinn mánuð hefur, eins og oftast, spilað tvo leiki á viku.