Manchester United tekur á móti Everton klukkan 12:30 á morgun, laugardag. United þarf að halda áfram að reyna að komast í Evrópusæti. Everton hefur fengið nýtt tækifæri eftir að stigarefsing liðsins var minnkuð.
Enska úrvalsdeildin
Manchester City 3:1 Manchester United
Lið Manchester United
“ alt=““ width=“800″ height=“800″ class=“aligncenter size-large wp-image-83600″ data-wp-pid=“83600″ />
Varamenn: Bayındır, Kambwala (69.), Ogunnye, Amad, Amrabat (82.), Collyer, Eriksen, Forson (82.), Antony (75.)
Lið City
Embed from Getty Images
Borgarslagur á morgun
Í faglegum viðtölum í síðustu viku vitnaði nýr hlutaeigandi United alltaf í sömu orðin, þegar Sir Alex sagði að hans mesta afrek hefði verið að slá Liverpool af stalli sínum. Sir Jim þurfti hins vegar að nota fleirtöluna, nú þarf að slá bæði Liverpool og Manchester City af stallinum. Í framhaldi af því hefur blaðaumfjöllun snúist um að það Sir Jim horfir mjög til City hvað varðar uppbyggingu félagsins og var reynt að búa það til að það væri einhvers konar niðurlæging falin í því að telja City þar með. Slíkt er auðvitað ekki raunin, heldur er Sir Jim bara saunsæismaður. City er langbesta lið Englands og með langbestu skipulagningu félagsins. Nú þegar það er hlutverk Sir Jim Ratcliff að endurreisa Manchester United er eðlilegt að horfa til þess hvað City er að gera rétt, og gera betur United megin, og það án hjálpar 115 vafasamra viðskiptahátta.
Nottingham Forest 0:1 Manchester United
Mark Robins 2.0?
Forest á móti United á city ground þá er einn maður sem lýsendur þurfa að nefna 5 eða 26 sinnum á í leiknum (megið sjálf googla hvað þessar tölur þýða) en því miður var ekki viðureign á móti Robins og strákunum hans í Coventry í boði fyrir sigurveigara leiksins.
:etta var ekki mest spennandi leikur sem hefur verið spilaður en mikilvægt að ná sigri í þessum leik bæði upp á að hafa eitthvað að spilaum á þessu tímabili og líka fyrir sjálfstraustið fyrir helgina.
United byrjaði á því að stjórna öllu spili fyrsta korterið án þess að skapa neitt meira en hálffæri ef má kalla þetta hálffæri en refsðu ekki sem hleypti Forest inn í leikinn og skiptust liðin á því að skapa sér í besta falli hálffæri út hálfleikinn og sumir leikmenn virtust ætla sýna afhverju þeir hefð átt að fá frí eftir tapið gegn Fulham með því að taka aðeins of langan tíma í allt og öll færi sem hefði verið hægt að skapa urðu að engu.
Manchester United 1:2 Fulham
Fyrsta tap United gegn Fulham á Old Trafford í háa herrans tíð staðreynd. Það er ekki hægt að segja að sigur Fulham hafi ekki verið fullkomlega verðskuldaður. Marco Silva setti upp fullkomið leikplan gegn Höjlundlausu United liði. Það er eiginlega lygilegt hversu afskaplega lélegir United voru nánast allan leikinn. Langbesti leikmaður United í dag Andre Onana var eina ástæðan fyrir því að United héldu hreinu í fyrri hálfleiknum. Fengum að sjá betur af hverju hann var fenginn til liðsins. Sama er ekki hægt að segja um marga aðra leikmenn liðsins. Trekk í trekk fengu Fulham leikmenn að dunda sér með boltann í og við markteig United, menn náðu oftar en ekki 3-4 snertingum með boltann algjörlega pressulausir. Augljóst að vörnin saknar Lisandro Martínez. Harry Maguire átti þó ágætan leik og skoraði mark liðsins en hefði átt að vera búinn að skora fyrr þegar hann skallaði framhjá í dauðafæri. Miðjan var rosalega lek í dag. Fulham léku alltof auðveldlega framhjá Mainoo og Casemiro. Omari Forson fékk óvænt tækifæri í byrjunarliðinu og átti frekar gleymanlega frammistöðu en hann átti mikið af feilsendingum og virkaði mjög taukaóstyrkur í flestum aðgerðum sínum. Alejandro Garnacho ásamt Onana voru framan af einu leikmennirnir sem voru að reyna eitthvað. Marcus Rashford var einfaldlega skelfilegur í dag og virtist engan áhuga hafa á að gera eitt né neitt. Það er nánast hægt að segja United hafi verið einum færri í dag. Þegar nokkrar mínútur voru liðnar af seinni hálfleiknum lentu Casemiro og Reed í því að skalla hvorn annan óvart. Stöðva þurfti leikinn í nokkrar mínútur og gerði Ten Hag tvöfalda skiptingu strax í kjölfarið og henti McTominay og Eriksen inná til að reyna að þétta miðjuna og stöðva snarpar sóknir gestanna. Það skilaði þó ekki miklu og Fulham náði forystu eftir hornspyrnu en Calvin Bassey fékk tvö tækifæri til að koma boltann á markið og skoraði í síðara tilraun sinni. United tók aðeins við sér eftir markið sem kom á 65′ mínútu en allar tilraunir og tilburðir liðsins voru ómarkvissar og fyrirsjáanlegar. Áðurnefndur Maguire náði þó að jafna leikinn eftir fínt einstaklingsframtak á 89′ mínútu og loksins virtist United vakna til lífsins og eftir að dómarinn gaf upp að uppbótartíminn yrði 9+ mínútur var allt í einu komið mómentum í leik liðsins og nægur tími til að sækja öll þrjú stigin. Það voru þó gestirnir sem gerðu útum vonir heimamanna eftir að Alex Iwobi af öllum mönnum skoraði sigurmarkið eftir flott sprett frá Traoré.