Jose Mourinho hvíldi nokkra lykilleikmenn í bikarleiknum eins og fastlega var búist við. Romero, Carrick og Lingard fengu allir pláss í byrjunarliðinu ásamt Blind, Darmian og Mata.
Gestirnir stilltu upp sterku liði og voru greinilega mættir til að fá eitthvað úr leiknum en Nigel Clough gerði nokkrar breytingar frá síðasta bikarleik og stillti upp þriggja manna vörn.
Það má segja að leikurinn hafi byrjað með krafti og áttu gestirnir fyrsta skot á markið. En fyrsta markið leit dagsins ljós strax á 5. mínútu, en Marcus Rashford skoraði þá eftir sendingu frá Carrick, sem reyndar Lingard gerði vel með að fleyta áfram fyrir Rashford inn í opið svæði í teignum.