Meiðsladjöfullinn er mættur á ný í herbúðir Manchester United fyrir leikinn gegn Fulham á Old Trafford á morgun og hefur lokkað til sín Rasmus Höjlund og Luke Shaw. Við því mátti United vart þar sem varamenn þeirra eru ýmist meiddir, ekki til eða óharðnaðir unglingar.
Enska úrvalsdeildin
Luton Town 1:2 Manchester United
Liðið komið, Shaw mætir
{team1}
Varamenn: Bayındır, Evans (45.), Lindelöf (45+2), Amad, Amrabat (85.), Eriksen, Forson, McTominay (45.), Antony
Tahith Chong var í byrjunarliði Luton
Það tók Rasmus Höjlund þrjátíu og sex sekúndur að verða yngsti leikmaður úrvalsdeildarinnar til að skora mark í sex leikum í röð. Luton byrjaði með boltann, sótti inn í teig, United vann boltann, Casemiro nelgdi fram, slæm þversending frá varnarmanni og Höjlund var a réttum stað, tók hliðarskrefið framhjá markmanninum og renndi boltanum í opið mark!
Heimsókn í hattaborgina
Manchester United fer á morgun í heimsókn í unaðsreitinn Luton, borgina sem oftar en einu sinni hefur verið valin versta borg Englands. En á móti kemur að stuðningsmenn geta vonandi gætt sér á besta geitakarrí sem fæst við knattspyrnuvöll á Englandi, og upplifað á ný stemminguna á einum skemmtilegasta vellinum, gamli skólinn hreinn og ómengaður.
Sagan af Luton hefur verið sögð oft, upprisa félagsins með ólíkindum, og þessi vetur þeirra í úrvalsdeildinni hefur farið framar vonum, sér í lagi annarrar en þeirra sjálfra. Þeir hafa halað inn góðan slurk af stigum og þökk sé stigafrádrætti Everton eru ofar fallsæti. Vissulega væri fallið lílklegra ef ekki fyrir þessi vandræði Everton sem sér ekki fyrir endann á, og væntanlegan stigafrádrátt Forest en ef litið er til kaupa þeirra fyrir tímabilið og markmiða þeirra um að nýta þetta ár fyrst og fremst sem happdrættisvinning þá er staðan mjög skemmtilegt fyrir stuðningsmenn þeirra.
Aston Villa 1 : 2 United
Manchester United mætti Aston Villa í seinni sunnudagsleik 24. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. Það var lítið sem kom á óvart í uppstillingu Erik Ten Hag, eftir mikil meiðsli allt tímabilið þá gat Ten Hag stillt upp sínu besta liði gegn Wolves í síðustu viku. Fyrir utan Lisandro Martinez þá var byrjunarliðið það sterkasta sem völ er á, mögulega má bæta Wan-Bissaka þar líka en látum það liggja á milli hluta. Aston Villa er líkt og United í smá miðvarðarörðugleikum en Pau Torres er rétt byrjaður að æfa eftir meiðsli og þá er Tyrone Mings einnig frá vegna meiðsla. United hafði ekki tapað leik árið 2024 og þrátt fyrir að mæta á Villa Park þar sem Villa tapar sjaldan, a.m.k. undir stjórn Unai Emery þá skipti það lærisveina Erik Ten Hag litlu máli.
Borgarferð til Birmingham
United liðið heimsækir Aston Villa á Villa Park í Birmingham á morgun, sunnudag, klukkan 16:30 að íslenskum tíma. Aston Villa liðið er sex stigum á undan rauðu djöflunum og situr í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar á meðan United er í sætinu fyrir neðan. Það þarf því ekkert að útskýra í þaula afhverju leikurinn á morgun er gríðarlega mikilvægur fyrir United, ef að liðið ætlar að eiga einhvern séns á því að blanda sér í baráttuna um meistaradeildarsæti þá verður liðið að gjöra svo vel og vinna Villa.