Ef eithvert okkar skyldi hafa gleymt því þá er United Evrópudeildarmeistari. Og fyrir vikið fáum við að taka þátt í keppninni um Ofurbikar Evrópu.
Enska úrvalsdeildin
Manchester United 2:0 Crystal Palace
Það var fallegt sumarveður í Manchesterborg í dag. Sólin skein og andrúmsloftið á Old Trafford var jákvætt. José Mourinho var búinn að gefa það út að rjóminn af yngri leikmönnum félagsins myndu fá tækifæri til að spila á þessum magnaða heimavelli. Gengið í deildinni í vetur var ekkert annað hörmung en samt var allt svo jákvætt eitthvað í dag.
Crystal Palace heimsækir Old Trafford
Þá er komið að lokaleik Manchester United í ensku úrvalsdeildinni þetta tímabilið. Síðustu leikir hafa verið mjög daprir en stjórinn hefur verið að rótera liðinu mikið og aðalmálið virðist að halda mönnum ómeiddum fyrir leikinn sem skiptir öllu fyrir tímabilið. Þrátt fyrir framfarir í spilamennsku frá stjórnartíð Louis van Gaal þá hefur það því miður ekki skilað stigum á töfluna og slök nýting á sóknarfærum stærsti höfuðverkurinn. Liðið getur varist vel og hefur ekki verið að fá á sig mikið af mörkum. Spilið hefur oft verið gott og liðið getað haldið boltanum nema þegar spilað er án Paul Pogba.
Leikmaður ársins
Lokahóf Manchester United var haldið í gærkvöldi, að venju fyrir lok tímabilsins.
Unglingaliðsleikmaður ársins var valinn Angel Gomes. Kemur engum á óvart, er skærasta stjarnan í unglingaliðinu þrátt fyrir að vera aðeins sextán ára gamall. Lenti í meiðslum undir lok tímabilsins en ég þori að veðja að við sjáum hann í meistaraflokkshóp á næsta ári, í það minnsta einu sinni
Southampton 0:0 Manchester United
Í apríl 1991 komst Manchester United í úrslitaleikinn í Evrópukeppni bikarhafa. Þrátt fyrir að það væru ennþá nokkrir leikir eftir í deildinni og liðið gæti náð 3. sætinu ákvað Alex Ferguson að leggja alla áherslu á úrslitaleikinn og rótera mönnum í síðustu deildarleikjunum. Enginn af þeim 11 sem spiluðu úrslitaleikinn byrjaði í öllum leikjunum heldur róteraði Ferguson duglega á milli leikja, þrátt fyrir að þessir síðustu leikir í deild væru gegn erkifjendunum í Manchester City, gegn toppliði Arsenal, gegn Tottenham Hotspur og Crystal Palace. Enda fór svo að liðið vann ekki síðustu 3 leiki sína heldur tapaði 2 og gerði 1 jafntefli, sjötta sætið varð niðurstaðan í deildinni. En það vissu líka allir þá hvert takmarkið var, takmarkið var að fara til Hollands og vinna Barcelona í úrslitaleiknum.