Ein breyting var gerð frá leiknum gegn Úlfunum, Raphaël Varane þolir víst ekki tvo leiki í röð og Harry Maguire byrjði
Varamenn: Bayındır, Lindelöf(87′), Varane(71′), Amad, Amrabat, Eriksen, Forson, McTominay(64′), Antony(87′)
Leikurinn var jafn frá upphafi, lítið um sóknir, United pressaði á West Ham þegar þeir voru með boltann, en náðu ekki sjálfir að halda boltanum vel., en West Ham aðeins meira með boltann. Fyrsta færið leit dagsins ljós á 10. mínútu, Souček með skalla af markteig eftir horn, en Onana brást snarpt við og kom hönd fyrir. Snillarvarsla þar. United vaknaði aðeins, Rashford reyndi að brjótast í gegn sem endaði á að Zouma bjargaði í horn, og eftir hornið átti Bruno þrumuskot sem Areola varði yfir.