Það verður seint sagt að endurkomu David Moyes á Old Trafford hafi verið beðið eftir með mikilli eftirvæntingu. Flestir vilja sjálfsagt gleyma því að hann hafi nokkurn tímann stýrt Manchester United. En hann hefur það víst á ferilskránni og var mættur á sinn gamla heimavöll í dag með John O’Shea og félaga í Sunderland. Gamli squadplayerkóngurinn O’Shea var þó á bekknum í dag. Byrjunarlið Manchester United í leiknum var á þessa leið:
Enska úrvalsdeildin
Sunderland kemur í jólaheimsókn
Rauðu djöflarnir óska öllum lesendum síðunnar gleðilegra jóla.
Það er komið að jólafótboltanum. Annar dagur jóla og það verða spilaðir 8 leikir í 18. umferðinni. Fyrri hluti tímabilsins er að klárast og þessi leikur er upphafið að leikjatörn þar sem Manchester United spilar 3 leiki á viku. Hin liðin gera það auðvitað líka og fá mislangan tíma á milli leikja eins og gengur og gerist.
West Bromwich Albion 0:2 Manchester United
Loksins kom að því að maður horfði á þægilegan deildarleik með Manchester United. Þeir hafa ekki verið margir svona leikir í vetur, síður en svo, en í dag hafði maður í raun aldrei áhyggjur af stöðu mála. Eitthvað sem ég bjóst ekki við þegar ég vaknaði í morgun enda hafa WBA verið að spila ágætan (vöðva)bolta í vetur.
Mourinho stillti upp liðinu svona í dag:
Heimsókn til Tony Pulis
Á morgun fer José Mourinho með sína menn í heimsókn á The Hawthorns. Þar munu þeir etja kappi við Tony Pulis og lærisveina hans. Pulis hefur verið í fréttunum undanfarið útaf dómsmáli sem tengist veru hans hjá Crystal Palace.
Crystal Palace 1:2 Manchester United
Að þessu sinni gerði Mourinho fjórar breytingar á liðinu frá sigurleiknum gegn Tottenham um liðna helgi. Tvær breytinganna voru þvingaðar þar sem Eric Bailly og Juan Mata komu inn fyrir Valencia, sem tók út leikbann, og hinn meidda Mkhitaryan. Auk þeirra komu fyrirliðinn Wayne Rooney og Daley Blind inn fyrir Martial og Darmian. Liðsuppstillingin var því svona:
Varamenn:
Romero, Darmian, Fellaini, Lingard, Schweinsteiger, Young, Rashford