Það voru margir stuðningsmenn búnir að kalla eftir breytingum á byrjunarliði Manchester United eftir pirring síðustu vikna. Líklega hefur þó enginn þeirra farið fram á þær breytingar sem urðu á liðinu fyrir þennan leik. Phil Jones kom inn í byrjunarliðið og spilaði sínar fyrstu mínútur fyrir Manchester United síðan 2. janúar, Michael Carrick kom inn á miðjuna, Fellaini og Rooney komu aftur inn í liðið og Zlatan var á sínum stað frammi. Mkhitaryan var ekki einu sinni í hópnum. Byrjunarliðið var svona og stuðningsmenn United áttu erfitt með að leyna undrun sinni á valinu.
Enska úrvalsdeildin
Manchester United heimsækir Wales
Eftir ansi strembna törn í október byrjaði nóvember á heimsókn út fyrir England þar sem Manchester United var afskaplega ósannfærandi og tapaði sanngjarnt. Bæði fjölmiðlar og notendur samfélagsmiðla kepptust við að deila því að Manchester United kann ekki vel við að yfirgefa England þessa dagana. Útileikir í öðrum löndum eru oftast ströggl. Í Evrópukeppnum hefur United ekki unnið útileik í alvöru Evrópukeppni síðan í nóvember 2013. Við erum að tala um 9 leiki í Evrópudeildinni og Meistaradeild Evrópu síðan þá, á útivelli, án sigurs. Fyrir utan reyndar 4-0 sigurinn á Club Brugge í Belgíu í ágúst 2015. En það var auðvitað bara umspilsleikur.
Manchester United 0:0 Burnley
Ótrúlega svekkjandi markalaust jafntefli er niðurstaðan í dag. United gjörsamlega yfirspilaði Burnley en gátu bara ekki komið tuðrunni í netið. Ótrúlega léleg dómgæsla Mark Clattenburg hjálpaði ekki en hann allar stóru ákvarðanirnar voru rangar hjá honum í dag.
Þessi leikur var í rauninni stórfurðulegur. Liðið spilaði virkilega vel og vörnin var traust. Burnley mætti með tvær rútur í dag og lögðu þeim á mjög svo árangursríkan hátt. Það hjálpaði t.d. Tom Heaton að líta út fyrir að vera meira en bara miðlungs markvörður. En það er náttúrulega ekki nýtt að þannig markverðir eigi leiki lífs síns á Old Trafford.
Manchester United tekur á móti Jóa Berg og félögum í Burnley
United spilar klukkan 14:00 á morgun sinn þriðja leik á sex dögum. Gengið í þessum leikjum hefur verið afskaplega sveiflukennt. Liðið vann góðan og sannfærandi 4-1 sigur á Fenerbahce þar sem liðið hefði getað og jafnvel átt að skora fleiri mörk. Næsti leikur þar á eftir var 4:0 lestarslysið gegn Chelsea á Stamford Bridge. Eðlilega voru margir þá stressaðir fyrir næsta leik sem var heimaleikur gegn City í EFL bikarnum en liðið átti fína kafla í þeim leik og vann sanngjarnan 1:0 sigur.
Chelsea 4:0 Manchester United
Það tók ekki langan tíma fyrir Chelsea að slá tóninn fyrir þessi harmkvæli sem við þurftum að þola í dag, þeir skoruðu eftir aðeins þrjátíu sekúndur. Marcos Alonso gaf langa sendingu utan af kanti, framhjá Smalling og Pedro hristi Blind af sér og stakk hann af, renndi sér framhjá úthlaupi De Gea og skoraði auðveldlega. Hrikalega slæmur varnarleikur þarna bæði hjá Smalling sem hefði átt að geta komist inn í sendinguna og hjá Blind sem var alltof hægur.