Gleðileg jól kæra United stuðningsfólk nær og fjær!
Eftir hörmungina á Þorláksmessu lýkur öðrum degi jóla á því að Aston Villa kemur í heimsókn. Villa hefur farið með himinskautum undir stjórn Unai Emery og sætu nú á toppinum ef þeir hefðunáð að sigra Sheffield United á föstudaginn var. En þeir náðu þó að stela stigi þar með jöfnunarmarki langt inni í uppbótartíma og hafa auka dag til hvíldar á United á morgun þannig að það er ekki mikið að marka. Villa er ósigrað í tíu leikjum, hafa skorað tvö mörk í síðustu þremur útileikjum en hafa reyndar fengið á sig mörk í öllum útileikjum í vetur utan á Stamford Bridge.