Einstaklega mikið hefur verið ritað og rætt um að United sé í einhverri krísu. Leikmannaveltan hefur verið sérstaklega umdeild. Til að bæta gráu ofan á svart þá meiðist Wayne Rooney og United neyddist til að byrja með Marouane Fellaini uppá topp. Góðu fréttirnar voru þær að David de Gea skrifaði undir nýjan samning og datt strax í byrjunarliðið. Liverpool var án þeirra Philippe Coutinho og Jordan Henderson í dag.
Enska úrvalsdeildin
Liverpool kemur í heimsókn
Fyrsti leikurinn sem maður flettir upp þegar leikjadagskráin er kynnt fyrir hvert tímabil verður spilaður á morgun. Erkifjendurnir í Liverpool mæta á Old Trafford!
Gefum Brendan Rodgers orðið:
https://twitter.com/jamespearceecho/status/642319360695136256
Þetta er hárrétt mat. Sigurvegari leiksins fær kraft í kjölfarið og sá sem tapar þarf að sleikja sárin. Þetta sáum við í fyrra, sérstaklega í eftir seinni leik liðanna. United sigldi Meistaradeildarsætinu heim á meðan Liverpool gaf eftir. Það er því allt öðruvísi stemmning fyrir þessum leik en í fyrra þegar manni finnst United þurfa að sanna það að Liverpool væri ekki búið að taka framúr United eftir frábært tímabil erkifjendanna, tímabilið áður.
Swansea 2:1 Manchester United
Byrjunarliðið var svipað og flestir bjuggust við en Herrera kom inn fyrir Januzaj sem er meiddur, einnig var Carrick á bekknum.
Bekkurinn; Johnstone, McNair, Valencia, Carrick, Young, Fellaini, Chicharito.
Liðið hjá Swansea var svona; Fabianski, Naughton, Fernandez, Williams (C), Taylor, Cork, Shelvey, Sigurdsson, Ayew, Routledge, Gomis.
Leikurinn
United byrjaði leikinn af krafti en strax eftir 30 sek fékk liðið aukaspyrnu rétt fyrir utan teig sem Memphis tók. Því miður varði Fabianski vel. Stuttu seinna fékk Mata fínt skotfæri fyrir utan teig og hamraði yfir.
Leikurinn var svo fljótur að jafnast út.
Swansea á morgun
Manchester United mætir á Liberty Stadium í Wales á morgun. Gestgjafarnir Swansea City hafa staðið sig vel í sínum leikjum á tímabilinu. Liðið átti stórgóðan leik gegn Chelsea í fyrstu umferð og hefðu getað með smá heppni tekið öll stigin úr þeim leik. Þeirri frammistöðu fylgdi heimasigur gegn Newcastle og jafntefli gegn Sunderland á útivelli. Garry Monk er vissulega að gera stórgóða hluti með þetta Swansea lið. Heimamenn eru ekki með neinn leikmann á meiðslalistanum og ættu því að geta stillt upp sínu sterkasta liði.
Manchester United 0:0 Newcastle United
Louis van Gaal sá ekki ástæðu til að breyta til að ráði frekar en fyrri daginn. Eina breyting var sú að Bastian Schweinsteiger byrjaði sinn fyrsta leik fyrir United í stað Michael Carrick.
Varamenn: Johnstone, McNair, Valencia, Carrick, Herrera, Young, Chicharito.
Newcastle stillir svona upp
United byrjaði af krafti og Memphis stakk á Rooney strax á fjórðu mínútu, en ranglega dæmd rangstaða hindraði Rooney í að opna markareikninginn. Liðið var að spila ans i góðan bolta, Mata, Januzaj og Memphis náðu vel saman og voru að hrókera stöðum. Færin komu íka, Mata úr aukaspyrnu, og síðar skot úr teig sem Krul varði vel, og svo átti Rooney að gera aðeins betur með sínu skoti en Krul varði það vel.