Manchester United mætir Þýskalandsmeisturunum Bayern Munchen í síðasta leik riðlakeppni meistaradeildarinnar á Old Trafford. Leikurinn hefst klukkan 20:00. United eins og flestir vita er á botni A-riðils aðeins með 4 stig en Bayern er á toppi riðilsins með 13 stig. United á þó enn þá séns á að komast upp úr riðlinum, á sama tíma spila FCK og Galatasaray, ef þessi tvö lið sem bæði eru með 5 stig skilja jöfn þá dugar United að vinna Bayern. Miðað við spilamennsku United undanfarið þá er þó erfitt að ímynda sér að United vinni Bayern. United var niðurlægt á heimavelli um helgina þegar kirsuberjakarlarnir í Bournemouth mættu á Old Trafford og snýttu United 0-3. Það var þó svipað upp á teningnum hjá Bayern þessa helgina, en liðið heimsótti Eintracht Frankfurt og töpuðu þeir 5-1. Það mætti því segja að bæði lið séu að koma særð inn í leikinn. Bayern hafa þó að engu að keppa í þessum leik sem gæti komið sér vel fyrir United. Ef að United lendir í þriðja sæti í riðlinum þá fer liðið í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar.
Enska úrvalsdeildin
Manchester United 0:3 AFC Bournemouth
Erik ten Hag heldur áfram að hrista upp í byrjunarliðinu. Núna koma inn Reguilón og Martial en liðið er svona:
Á bekknum eru þeir: Bayindir, Varane, Wan-Bissaka, Evans, Van de Beek, Mainoo, Hojlund, Rashford og Pellistri.
Lið gestanna:
Pendúllinn sveiflast og við erum komin aftur í krísu. Skelfileg frammistaða í dag, United fékk varla færi, átti þrjú skot á mark en vörnin og miðjan gerðu næg mistök sem Bournemouth nýtti. Solanke skoraði á fimmtu mínútu eftir mistök á miðjunni. Phillip Billing bætti við í seinni hálfleik eftir að hafa verið skilinn eftir óvaldaður af Reguilon, rétt á eftir skoraði svo Senesi með skalla eftir horn, hafði skilið sig frá Maguire og í uppbótartíma setti Outtara boltann í netið en hafði slæmt hendi í hann þegar hann fór yfir og framhjá Onana og markið því dæmt af.
Bournemouth á morgun
Og enn hefur pendúllinn sveiflast. Eftir hrikalegt tap gegn Newcastle á laugardaginn kom besti leikur United á tímabilinu á miðvikudag, öruggur sigur á slöku Chelsea liði þar sem hver leikmaðurinn á fætur öðrum sýndi meira en hingað til.
Á morgun kemur Bournemouth svo í heimsókn á morgun og nú ríður á að fylgja þessu eftir, ekki síst í ljósi þess að næstu tveir leikir þar á eftir er heimsókn Bayern München á þriðjudag og heimsókn á Anfield um aðra helgi.
Manchester United 2:1 Chelsea
Erik ten Hag ákvað að stilla upp liðinu gegn Chelsea svona:
Á bekknum sáum við þá Bayindir, Evans, Reguilon, Mainoo, Van de Beek, Wan-Bissaka, Pellistri, Martial og Rashford.
Lið gestanna:
Fyrri hálfleikur
United byrjaði leikinn af smá krafti og kom fyrsta færið þegar Dalot átti fyrirgjöf frá hægri kantinum en Cucurella var réttur maður á réttum stað til að bjarga í horn fyrir gestina. Annað færi leit dagsins ljós stuttu síðar þegar Sanchez átti laka sendingu og United komst í skyndisókn, Antony fékk boltann í vítateignum og reyndi að pota boltanum áfram en þá var stigið á hann.
Chelsea mætir á Old Trafford í miðri viku
Á morgun eigast við Manchester Untied og Chelsea á Old Trafford. Þessi tvö lið hafa lengi vel eldað grátt silfur saman en viðureignir liðanna hafa gjarnan reynst mikilvægar í toppbaráttunni.
Sú er þó ekki raunin í dag enda sjaldan ef nokkurn tímann sem þessi lið hafa setið jafn neðarlega á þessum tímapunkti leiktíðarinnar. United situr í 7. sæti deildarinnar eftir 1-0 tap á útivelli gegn Newcastle í síðustu umferð en Chelsea er í því tíunda og mæta galvaskir eftir 3-2 heimasigur á Brighton í leik þar sem þeir spiluðu einum færri allan síðari hálfleikinn.