Maður hefur svifið hátt síðustu 6 daga eftir frækinn sigur á Arsenal. Á morgun er þó kominn tími til að koma niður á jörðina, stilla miðið og afgreiða Hull sem kemur í heimsókn á Old Trafford. United hefur sigrað Hull í síðustu 6 leikjum sem liðin hafa spilað og skorað 3 mörk eða meira í síðustu 4 leikjum. Þetta ætti því að vera algjör skyldusigur en við þekkjum þó okkar menn, stundum vilja svona leikir vefjast fyrir þeim. United eru þó á góðu róli á Old Trafford, hafa ekki tapað þar síðan í fyrsta leik tímabilsins gegn Swansea á meðan Hull hafa tapað 3 leikjum í röð í deildinni. Vinni United á morgun verður það í fyrsta skipti í heilt ár sem liðið vinnur 3 leiki í röð (what?)!
Enska úrvalsdeildin
Arsenal 1:2 Manchester United
United fór á Emirates í dag með enn eina miðvarðasamsetninguna og afturhvarf til 5-3-2 leikaðferðarinnar. Nauðsynlegt vegna þessara hrikalegu meiðsla sem verið hafa að hrjá liðið
Bekkur:
Lindegaard, Fletcher, Herrera, Young, Mata, Januzaj, Wilson
Lið Arsenal er svo skipað:
Szczesny, Chambers, Mertesacker, Monreal, Gibbs, Ramsey, Arteta, Wilshere, Oxlade-Chamberlain, Welbeck, Sanchez
London beibí yeh. Arsenal á morgun
Landsleikjahléið loks á enda og meiðslahrinan sem því fylgir.
Það voru ekki nema fimm leikmenn sem hafa meiðst síðustu 10 daga, Carrick, Blind, De Gea, Di María og Shaw. Það virðist þó vera að af þessum sé að það aðeins Daley Blind sem er illa meiddur. De Gea og Di María verða með á morgun og Carrick og Shaw líklegir. Shaw og Rafael æfðu báðir í dag.
Að öðru leyti eru það Young, Jones, Evans, Falcao, Rojo og Lingard sem eru á meiðslalistanum og koma ekki við sögu á morgun.
Manchester United 1:0 Crystal Palace
Mikið var talað um í aðdraganda leiksins að James Wilson myndi fá tækifæri til að byrja leikinn enda átt hann líflega innkomu í tapinu gegn Manchester City. Það varð ekki raunin. Einnig var talað um fátt annað en meiðsli Marcos Rojo og hvað það myndi þýða fyrir varnaruppstillinguna í leiknum og við myndum lenda í miklum vandræðum þar í dag. Það var heldur ekki raunin.
United tekur á móti Crystal Palace
Eftir svekkjandi tapið gegn Manchester City um síðustu helgi er komið kjörið tækifæri til að komast á nauðsynlegt ‘run’ í deildinni. Næstu fjórir leikir eru gegn Crystal Palace, Arsenal, Hull og Stoke. Krafan hlýtur að vera á 12 stig úr þessum leikjum (Moyes tókst ekki að tapa gegn Arsenal). Ef að markmiðið er meistaradeildarsæti þá þarf liðið að byrja að safna stigum.