Ég veit ekki alveg hvernig mér á að líða eftir þennan leik. 1-0 tap gegn City er ömurlegt, það er óþolandi að tapa á móti þessu liði. En þegar maður horfir heildstætt á leikinn er erfitt að vera mjög brjálaður. Að klára leikinn einum færri með miðjumann, kantmann og algjörlega óreyndan miðvörð í öftustu fjórum og vera svekktur með að United skyldi ekki að minnsta kosti stela stigi er eiginlega alveg fáranlegt. Blendnar tilfinningar.
Enska úrvalsdeildin
United mætir City á Etihad-vellinum á sunnudag
Jæja. Chelsea á sunnudaginn, City á morgun. Þetta er alvöru.
Eftir að hafa gjörsamlega átt þessa viðureign þegar City var ekki að spila í 2. deild hafa tímarnir aðeins breyst. Eins og allir vita hafa æðstu ráðamenn í Abu Dhabi dælt olíupeningum sínum eins og enginn væri morgundagurinn í þetta City-lið og afraksturinn er þokkalegur. Tvær titlar og einhverjir aðrir bikarar. City hefur líka átt þessa viðureign undanfarin ár. Þeir gjörsamlega snýttu Manchester United liðinu hans David Moyes í báðum leikjum í fyrra. Unnu okkur eftirminnilega 6-1 um árið. Þeir eru auðvitað ríkjandi meistarar og við erum ennþá að ná áttum eftir að Sir Alex fór af svæðinu. Alexander Kolarov var greinilega með þetta í huga þegar hann lét eftirfarandi flakka í viðtali um daginn:
Manchester United 1:1 Chelsea
Það er ekki ofsagt að flestir United aðdáendur hafi verið stressaðir fyrir leikinn í dag þegar Chelsea kom í heimsókn. En þó að það hafi tekið tímann sinn fór svo á endanum að jafntefli urðu sanngjörn úrslit leiksins.
Falcao og Jones höfðu meiðst á æfingum og Fellaini fékk tækifærið eftir góða frammistöðu gegn WBA.
á bekknum voru: Lindegaard, Blackett, Fletcher, Carrick, Herrera, A. Pereira og Wilson
Tilvonandi Englandsmeistarar á Old Trafford á morgun?
Fyrsti stórleikur vetrarins er á morgun. Nú lýkur endanlega „auðvelda“ leikjaprógramminu sem talað hefur verið um og hefur fært okkur heil 12 stig í átta leikjum. Það þarf ekkert að kalla það afsakanir þó að hægt sé að færa fram ýmsar ástæður fyrir að gengið hefur ekki verið með besta móti, en það fer að verða nauðsynlegt að leikmenn, og þjálfari, fari að sýna hvað í þeim býr.
WBA 2:2 Manchester United
Því miður þá þarf ég að skrifa skýrslu um tvö mikilvæg stig töpuð í kvöld. Eins og leikurinn þróaðist þá ætti maður kannski bara að vera sáttur með að hafa bjargað stigi í lokin, en þetta var mjög týpískur leikur frá United, eru meira og minna að stjórna leiknum en gera sér erfitt fyrir með því að gefa mörk á silfurfati. Byrjum á liðinu, það leit svona út: