Jæja, þá höfum við svarið við hvort QPR leikurinn var ný byrjun: VIð eigum eina bestu sókn í deildinni en einhver slakasta vörn deildarinnar er líka okkar. Þetta var hreint skelfilegt. Og einhver versta dómgæsla sem maður hefur séð var ekki að hjálpa
Enska úrvalsdeildin
Leicester á morgun
Þegar fyrsta hlaðvarpið okkar kom út við spurðu einhverjir hvers vegna lítið var farið í fyrstu leikina í haust. Leikurinn gegn QPR svaraði þeirri spurningu nokkuð vel: Fyrstu leikirnir skiptu ekki máli fyrir framtíðina (nema auðvitað sem töpuð stig). Sömuleiðis sýndi leikurinn svo ekki var um villst að öll umræðan um 3-5-2 kerfið var á algerum villigötum. Kerfið sem Van Gaal tók skýrt fram að var valið vegna þeirra leikmanna sem hann hafði í höndunum þegar undirbúningstímabilið hófst var einfaldlega ekki eitthvað sem þurfti þegar fimm nýjir leikmenn eru komnir inn. Því varð tígulmiðjan fyrir valinu í síðasta leik og ef einhver hélt að Van Gaal væri búinn að gleyma hvað sé uppáhaldsleikkerfið hans þá taka þessi ummæli hans um Januzaj á blaðamannafundi í gær af allan vafa:
United 4:0 Q.P.R.
Leiksins í dag var beðið af mikilli eftirvæntingu. Eftir frábær lok félagaskiptagluggans var ansi fúlt að þurfa að bíða í 2 vikur eftir næsta leik. Fólk velti vöngum yfir því hvernig van Gaal myndi stilla liðinu upp, hvort hann myndi taka Mata, Rooney eða van Persie úr liðinu fyrir Falcao eða hvort hann myndi halda sig við 3-4-1-2 yfir höfuð.
Liðið sem hóf leikinn leit ca. svona út:
QPR á sunnudaginn – Rio snýr aftur
Undirritaður mætir í útvarpsþátt fotbolta.net á X-inu í hádeginu á morgun þar sem farið verður rækilega yfir gang mála hjá Manchester United.
Þá er landsleikjahléið aaaalveg að verða búið. Það er alltaf jafn pirrandi að menn skulu skera í sundur byrjunina á tímabilinu svona, sérstaklega þegar liðið manns hefur keypt alveg heilan helling af nýjum leikmönnum sem hafa ekki enn spilað fyrir liðið. Blessunarlega tókst þó strákunum okkar að gera þetta landsleikjahlé skemmtilegt með því að rúlla yfir Tyrki á þriðjudaginn.
Burnley 0:0 Manchester United
Þar sem þessi leikur var í samkeppni við málningu að þorna um hvort væri leiðinlegra ætla ég bara að koma með nokkra punkta um leikinn í dag og liðið almennt.
#454369042 / gettyimages.com- Ángel Di Maria leit vel út og það verður ennþá skemmtilegra að sjá hann þegar sterkasta lið verður veljanlegt.
- Darren greyið Fletcher er ekki að eiga góða leiki. En til að vera sanngjarn þá er alltof mikið lagt á hann sem eina leikhæfa djúpa miðjumann liðsins.
- Mér fannst Ashley Young ágætur í dag og framan af leik var hann einn af þeim sem virkilega reyndi eitthvað og hefði í rauninni átt að fá amk eina vítaspyrnu í leiknum.
- Mikið svakalega eiga Mata, van Persie og Rooney illa saman. Van Persie virkaði stirður, Rooney var ósýnilegur og Mata átti einn slappasta leik sinn fyrir Man Utd.
- Vörnin var virkilega óstyrk í dag, sérstaklega framan af leik. Jonny Evans á sínum degi er fínn hafsent en hann verður að hafa leiðtoga með sér í vörninni. Tyler Blackett sem er minnst reyndur af miðvörðunum hefur leikið ágætlega það sem af er.
- Langaði gráta þegar Anderson kom inná fyrir Di Maria.
- Antonio Valencia var enn og aftur skelfilegur. Fyrirgjafirnar gætu ekki verið verri þó hann væri með bundið fyrir augun.
- David de Gea var mjög traustur í dag og þurfti að spila sem sweeper-keeper framan af leik þegar vörnin var hvað lekust.
- Spilið og flæðið í liðinu bættist enn og aftur með innkomu Danny Welbeck.
Maður leiksins að mínu mati var:
Liðið sem hóf leikinn í dag
Bekkurinn: Januzaj (Mata ’87), Hernandez, Welbeck (van Persie ’73), James, M. Keane, Anderson (Di Maria 70′), Amos