Þegar Manchester United heimsótti Burnley árið 2009 voru Cristiano Ronaldo og Carlos Tevez nýfarnir frá félaginu en Antonio Valencia, Gabriel Obertan og Michael Owen voru fengnir í staðinn hóst*Glazer*hóst. Sá leikur endaði með 1-0 sigri heimamanna þar sem Michael Carrick t.d. brenndi af vítaspyrnu. Liðin tvö áttu síðan ólík tímabil þar sem United var í hörkubaráttu um Englandsmeistaratitilinn sem þeir misstu á endanum naumlega til Chelsea en Burnley var í fallbaráttu sem þeir töpuðu á endanum.
Enska úrvalsdeildin
Sunderland 1:1 Manchester United
Slappur leikur. Byrjunarliðið var svona:
United
Bekkur: Amos, M. Keane (Smalling 44′), James, Kagawa, Hernandez, Welbeck (Robin van Persie 63′), Januzaj (Fletcher 63′).
Sunderland á sunnudaginn
Í gær skrifuðum við pistil um hvað Louis van Gaal þyrfti að safna mörgum stigum umfram gengi David Moyes og liðsins í fyrra. Niðurstaðan var 11-18 stig ef markmiðið er að komast aftur í Meistaradeldina. Til þess að það sé mögulegt þarf að bæta stigasöfnunina gegn hinum stóru liðunum en liðið náði aðeins í 6 stig af 36 mögulegum gegn liðunum sem enduðu fyrir ofan okkur á síðasta leiktímabili. 6 stig! Það er þó ekki síður mikilvægara að taka sex stig í leikjunum tveimur gegn liðum sem félag eins og United á alltaf að vinna. Það mistókst alltof oft í fyrra og við náðum bara í fullt hús stiga gegn 5 liðum. Sunderland var eitt af þeim liðum sem sigraði United á síðasta tímabili og eitt af mikilvægustu verkefnum Louis van Gaal verður að stoppa í þau göt. Við verðum að fá sex stig gegn liðum eins og Sunderland og við getum farið hálfa leið að því marki á sunnudaginn.
Manchester United 1:2 Swansea City
Nýtt tímabil, sama ruglið.
Liðið var eins og flestir spáðu, utan að Jesse Lingard fékk sénsinn í staðinn fyrir Reece James. Lingard fór á hægri kantinn og Ashley Young á þann vinstri:
Swansea leit svona út
Alvaran hefst – Swansea á morgun
Swansea í fyrsta leik. Eitthvað er það nú kunnuglegt. 4-1 sigur í fyrra var boðberi fagurra tima hjá David Moyes eða hitt þó heldur. Þannig að í ár verður skyldusigri á Swansea ekki tekið sem neinum spádómi um gengi liðsins. Og skyldusigur er það. Það getur verið að í fyrra hafi verið orðinn fastur vani að gefa aðskiljanlegustu minni spámönnum þeirra fyrsta sigur á Old Trafford í áraraðir en það var ekki boðlegt þá og er ekki boðlegt núna. Louis van Gaal mun án efa koma leikmönnum í skilning um það.